Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2024 22:47 Flokksformenn bítast nú um hvert einasta atkvæði, enda styttist óðum í kosningadag. vísir/vilhelm Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur. Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Kosningaspá Metils hefur vakið nokkurra athygli. Líkan Metils byggir á gögnum úr skoðanakönnunum en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum auk fleiri þátta. Nýjustu kannanir í spánni eru kannanir Maskínu og Prósent sem birtust í dag.metill Á vef Metils segir að nýjustu kannanir hafi áhrif á kosningaspána. „Sömuleiðis hefur áhrif að fimm dagar eru frá síðustu uppfærslu líkansins og þar sem færri dagar eru til kosninga minnkar óvissan í líkaninu og vægi skoðanakannana eykst í spánni en vægi sögulegra gagna minnkar á móti. Helstu tíðindin í nýjustu uppfærslunni eru þau að Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu er spáð mestu fylgi, með 18% fylgi að miðgildi. Fylgi Viðreisnar gefur aðeins eftir, en þau mælast þó með 16% fylgi í miðgildisspánni. Flokkur fólksins heldur áfram að sækja aukið fylgi og er með 14% að miðgildi.“ Þingsætaspá.metill Líklegast að sjö flokkar nái þingmönnum inn Mesta spennan sé tengd 5% þröskuldinum, en flokkar sem ná því fylgi á landsvísu eiga rétt á jöfnunarþingmönnum. „Bæði Píratar og Sósíalistar hafa aukið líkur sínar á því að ná yfir þröskuldinn frá síðustu uppfærslu. Þó hvorugur flokkurinn mælist yfir 5% í miðgildisspánni (miðgildisspá Pírata er 5% eftir námundun) eru nokkrar líkur á að annar eða báðir flokkar nái þingmönnum. Líklegasta útkoman samkvæmt nýjustu spá er að sjö flokkar nái þingmönnum, en á því eru um það bil helmings líkur samkvæmt tölfræðilíkaninu okkar,“ segir á vef Metils. Mögulegar ríkisstjórnir.metill Helstu óvissuatriðin í líkaninu á lokametrunum tengist Sósíalistaflokknum og Miðflokknum. „Sósíalistaflokkurinn hefur aðeins boðið fram til þings einu sinni áður og því hefur líkanið minni upplýsingar um sögulegar mælingar á fylgi flokksins. Fylgi Miðflokksins hefur sveiflast mikið allt kjörtímabilið og því er vítt óvissubil um miðgildisspá flokksins. Sú óvissa kann að tengjast þeim fjölda kjósenda sem er að gera upp hug sinn milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þessar fylgissveiflur hafa auðvitað áhrif á þingmannafjölda og möguleg stjórnarmynstur líkt og sjá má neðar á síðunni. Alþingiskosningarnar 2024 verða æsispennandi og alls óvíst hver stendur uppi með pálmann í höndunum. Við stefnum að lokauppfærslu á kosningaspá Metils annað kvöld, þegar síðustu fylgiskannanir hafa verið birtar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02 Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25 Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23. nóvember 2024 22:02
Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Nýtt kosningalíkan bendir til að hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn nái manni á þing í komandi alþingiskosningum í lok mánaðar. Samkvæmt líkaninu munu Samfylkingin og Viðreisn enda með töluvert minna fylgi en reiknað er með í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið. 10. nóvember 2024 16:25
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59