Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar 29. nóvember 2024 08:42 Fyrir tæpri öld síðan gerðu tveir íslenskir stjórnmálaflokkar, Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, með sér samkomulag er olli hér straumhvörfum. Í því fólst að Ísland tæki mál sín að fullu í eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, þegar tímabili sambandslaganna lyki. Auk þess skyldi unnið að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis með hag allra stétta þjóðríkisins Íslands að leiðarljósi. Reykjavíkurmódelið Liðið hátt á aðra öld og enn komið að straumhvörfum, nú miður ánægjulegum. Áþreifanleg hætta steðjar nú að hugmyndunum að baki samkomulaginu frá vordögum árið 1929. Margt bendir til að viðsnúningur muni eiga sér stað; Ísland muni með öðrum orðum missa stjórn sinna mála til annarra ásamt gæðum landsins. Hættumerkin er æpandi, einkum sú þróun að Samfylking og Viðreisn muni brátt taka við stjórn þjóðmála, hugsanlega með pírötum. Er ekki kunnuglegt mynstur þar í uppsiglingu? Erum við ekki að fá yfir okkur svipað mynstur í landsmálum og ríkt hefur í höfuðborginni á undanförnum árum? Sú fjarstæðukennda staða er að teiknast upp, að tveimur fyrrverandi borgarstjórum verði teflt fram, borgarstjórum sem eiga sameiginlegt heimsmet í hallarekstri höfuðborgar. Óhjákvæmilega hljóta slík spor að hræða. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Regluverkið í Brussel Evrópusambandið virkar eins og segull gagnvart Reykjavíkurmódelinu og rétttrúnaðarvinstrinu. Sambandið er eitt stærsta og flóknasta stjórnsýslufyrirbæri heims. Skrifræði fer sífellt vaxandi og regluverkið verður að sama skapi flóknara og flóknara. Ákvarðanir eru teknar af her embættismanna, sem ekki voru kosnir og enginn veit deili á, og stefnumótun fer öll fram á bak við luktar dyr án þess að almenningur fái neitt um hana að segja. Ef mótmælatíst berst frá litla Íslandi, þegar regluverk Brussel fer að höggva í sjálfstæði þess, til dæmis í sjávarútvegs-, landbúnaðar- eða orkumálum, lætur embættismannaherinn það klárlega sem vind um eyrun þjóta. Eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans hefur pólitík Evrópusambandsins færst í áttina að miðlægri forræðishyggju, þar sem fámennari sambandsríki hafa lítil sem engin áhrif. Á þessu hafa Írar fengið að kenna. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. EES-samningurinn og bókun 35 Veröldin hefur tekið breytingum þá þrjá áratugi sem liðnir eru frá undirritun EES-samningsins. Ísland getur hæglega sagt sig frá honum, ef sjálfstæði landsins er ógnað vegna óheppilegra túlkana á honum. Dyr standa eftir sem áður opnar fyrir viðskipti, menningarleg samskipti, menntun og störf. Krafan um bókun 35 er atlaga að fullveldi Íslands og mun brjóta í bága við stjórnarskrána. Þar er þess krafist að Evrópuréttur öðlist forgang fram yfir íslensk lög. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Þátttaka í stríðsrekstri Sú afdrifaríka stefnubreyting í utanríkismálum, að taka beinan þátt í stríðsrekstri ríkis utan NATO, er líkleg til að draga dilk á eftir sér. Veröld nútímans má líkja við eitt stórt jarðsprengjusvæði í þeim efnum, svo stíga þarf varlega til jarðar þegar kemur að því að fylgja NATO og Evrópusambandinu í afstöðu til stríðsátaka og stuðnins við vopnafarmleiðendur. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Hælisleitendakerfið Mál er að linni skollaleiknum um hælisleitendakerfið. Allt sem tengist því kerfi hefur verið eins konar tabú hjá þjóðarsálinni, upplýsingum er leynt og fáir voga sér að segja orð af hræðslu við að fá á sig stimpil rasisma, fasisma eða eitthvað þaðan af verra. Ef fjölgun erlendra brotamanna eða fylgdarlausra barna, sem oftast eru unglingsdrengir, án nokkurra bakgrunnsupplýsinga ber á góma er viðkvæðið: „Við þurfum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar“. Því er slegið fram án nánari rökstuðnings og án nokkurs tillits til djúpstæðra vandamála hér á sviðum heilbriðis- og menntamála. Þegar stjórnvöld hyggja á umbætur eins og eftirlit á landamærum fá þau umsvifalaust ávítur frá Solaris, RÚV og pírötum og hörfa eins og barðir hundar sem flaðra upp um „góða fólkið“. Sjá mátti dæmi um þetta í kappræðum formanna flokkanna 1. nóvember síðastliðinn, þegar formaður Framsóknar sýndi sitt óvænta Janusarandlit. Íslenska löggjafar- og framkvæmdavaldið má ekki láta slíkan þrælsótta ná á sér tökum. Solaris og RÚV mega ekki stjórna því hvernig framkvæmdavaldið hér hugsar og framkvæmir. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Auðlindir landsins Í tímamótasamkomulagi flokkanna tveggja frá 1929, sem nefnt var hér á undan, fólst að Ísland tæki mál sín að fullu í eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, þegar tímabili sambandslaganna lyki. Illu heilli kveður nú við annan tón. Erlendir fjárfestar bjóða nú margfalt markaðsverð fyrir íslenskar jarðir af ásælni í orku- og vatnsauðlindir, en engin lög virðast geta girt fyrir þá þróun. Einhverjir muna ef til vill eftir óskiljanlegu uppþoti hér, þegar Beijing Zhongkun Investment Group var synjað leyfist til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum fyrr á öldinni. Færri muna þó eflaust eftir viðbrögðum Samfylkingarþingmanns kjördæmisins: „Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjárfesta. Það er verið að girða fyrir landið og loka því". Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Sporin hræða Saga Reykjavíkurmódelsins og borgarstjóranna tveggja fyrrverandi er hörmungarsaga, saga skuldasöfnunar og saga óráðsíu. Hún er saga braggabygginga, höfundarréttarvarinna danskra stráa og pálmatrjáa í plasthólkum. Hún er saga baráttu gegn nauðsynlegum samgöngubótum á borð við lagningu Sundabrautar og saga markvissra tilrauna til að auka samgönguvanda miðborgarinnar. Saga Reykjavíkurmódelsins er saga fagurgala um „borgarlínu“ sem í draumum borgarstjóranna var ætlað sérrými á eins konar samgöngu- og þróunarásum í svokölluðu borgarrými nálægt svonefndum þéttingarreitum. Draumarnir um samgöngu- og þróunarása hafa vissulega ekki ræst. Miðað við lýsingar Vegagerðarinnar og verkfræðistofa sem þurfa að horfast í augu við téðan fagurgala eru óleyst vandamál óþrjótandi. Sæbrautarstokkur, Miklubrautarstokkur og aðrar framkvæmdir tengdar borgarlínu, ef af verður, munu valda feiknarlega miklu raski árum saman. Hvergi hafa sést svör við því hvernig flæði umferðar verður tryggt á meðan áralangar framkvæmdir þessa standa yfir. Kannski lýsti Reykjavíkurmódelið sjálfu sér best, eigin vitund og sjálfsmynd, með eftirfarandi orðum í samstarfssáttmálanum frá 2022: „Við ætlum að hafa viðburði og hátíðir allt árið um kring þannig að Reykvíkingar hafi alltaf eitthvað til að hlakka til.“ Jahá! Höfundur er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir tæpri öld síðan gerðu tveir íslenskir stjórnmálaflokkar, Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, með sér samkomulag er olli hér straumhvörfum. Í því fólst að Ísland tæki mál sín að fullu í eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, þegar tímabili sambandslaganna lyki. Auk þess skyldi unnið að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis með hag allra stétta þjóðríkisins Íslands að leiðarljósi. Reykjavíkurmódelið Liðið hátt á aðra öld og enn komið að straumhvörfum, nú miður ánægjulegum. Áþreifanleg hætta steðjar nú að hugmyndunum að baki samkomulaginu frá vordögum árið 1929. Margt bendir til að viðsnúningur muni eiga sér stað; Ísland muni með öðrum orðum missa stjórn sinna mála til annarra ásamt gæðum landsins. Hættumerkin er æpandi, einkum sú þróun að Samfylking og Viðreisn muni brátt taka við stjórn þjóðmála, hugsanlega með pírötum. Er ekki kunnuglegt mynstur þar í uppsiglingu? Erum við ekki að fá yfir okkur svipað mynstur í landsmálum og ríkt hefur í höfuðborginni á undanförnum árum? Sú fjarstæðukennda staða er að teiknast upp, að tveimur fyrrverandi borgarstjórum verði teflt fram, borgarstjórum sem eiga sameiginlegt heimsmet í hallarekstri höfuðborgar. Óhjákvæmilega hljóta slík spor að hræða. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Regluverkið í Brussel Evrópusambandið virkar eins og segull gagnvart Reykjavíkurmódelinu og rétttrúnaðarvinstrinu. Sambandið er eitt stærsta og flóknasta stjórnsýslufyrirbæri heims. Skrifræði fer sífellt vaxandi og regluverkið verður að sama skapi flóknara og flóknara. Ákvarðanir eru teknar af her embættismanna, sem ekki voru kosnir og enginn veit deili á, og stefnumótun fer öll fram á bak við luktar dyr án þess að almenningur fái neitt um hana að segja. Ef mótmælatíst berst frá litla Íslandi, þegar regluverk Brussel fer að höggva í sjálfstæði þess, til dæmis í sjávarútvegs-, landbúnaðar- eða orkumálum, lætur embættismannaherinn það klárlega sem vind um eyrun þjóta. Eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans hefur pólitík Evrópusambandsins færst í áttina að miðlægri forræðishyggju, þar sem fámennari sambandsríki hafa lítil sem engin áhrif. Á þessu hafa Írar fengið að kenna. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. EES-samningurinn og bókun 35 Veröldin hefur tekið breytingum þá þrjá áratugi sem liðnir eru frá undirritun EES-samningsins. Ísland getur hæglega sagt sig frá honum, ef sjálfstæði landsins er ógnað vegna óheppilegra túlkana á honum. Dyr standa eftir sem áður opnar fyrir viðskipti, menningarleg samskipti, menntun og störf. Krafan um bókun 35 er atlaga að fullveldi Íslands og mun brjóta í bága við stjórnarskrána. Þar er þess krafist að Evrópuréttur öðlist forgang fram yfir íslensk lög. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Þátttaka í stríðsrekstri Sú afdrifaríka stefnubreyting í utanríkismálum, að taka beinan þátt í stríðsrekstri ríkis utan NATO, er líkleg til að draga dilk á eftir sér. Veröld nútímans má líkja við eitt stórt jarðsprengjusvæði í þeim efnum, svo stíga þarf varlega til jarðar þegar kemur að því að fylgja NATO og Evrópusambandinu í afstöðu til stríðsátaka og stuðnins við vopnafarmleiðendur. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Hælisleitendakerfið Mál er að linni skollaleiknum um hælisleitendakerfið. Allt sem tengist því kerfi hefur verið eins konar tabú hjá þjóðarsálinni, upplýsingum er leynt og fáir voga sér að segja orð af hræðslu við að fá á sig stimpil rasisma, fasisma eða eitthvað þaðan af verra. Ef fjölgun erlendra brotamanna eða fylgdarlausra barna, sem oftast eru unglingsdrengir, án nokkurra bakgrunnsupplýsinga ber á góma er viðkvæðið: „Við þurfum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar“. Því er slegið fram án nánari rökstuðnings og án nokkurs tillits til djúpstæðra vandamála hér á sviðum heilbriðis- og menntamála. Þegar stjórnvöld hyggja á umbætur eins og eftirlit á landamærum fá þau umsvifalaust ávítur frá Solaris, RÚV og pírötum og hörfa eins og barðir hundar sem flaðra upp um „góða fólkið“. Sjá mátti dæmi um þetta í kappræðum formanna flokkanna 1. nóvember síðastliðinn, þegar formaður Framsóknar sýndi sitt óvænta Janusarandlit. Íslenska löggjafar- og framkvæmdavaldið má ekki láta slíkan þrælsótta ná á sér tökum. Solaris og RÚV mega ekki stjórna því hvernig framkvæmdavaldið hér hugsar og framkvæmir. Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Auðlindir landsins Í tímamótasamkomulagi flokkanna tveggja frá 1929, sem nefnt var hér á undan, fólst að Ísland tæki mál sín að fullu í eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, þegar tímabili sambandslaganna lyki. Illu heilli kveður nú við annan tón. Erlendir fjárfestar bjóða nú margfalt markaðsverð fyrir íslenskar jarðir af ásælni í orku- og vatnsauðlindir, en engin lög virðast geta girt fyrir þá þróun. Einhverjir muna ef til vill eftir óskiljanlegu uppþoti hér, þegar Beijing Zhongkun Investment Group var synjað leyfist til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum fyrr á öldinni. Færri muna þó eflaust eftir viðbrögðum Samfylkingarþingmanns kjördæmisins: „Þetta eru hræðileg skilaboð til erlendra fjárfesta. Það er verið að girða fyrir landið og loka því". Þess vegna veljum við ekki Reykjavíkurmódelið. Sporin hræða Saga Reykjavíkurmódelsins og borgarstjóranna tveggja fyrrverandi er hörmungarsaga, saga skuldasöfnunar og saga óráðsíu. Hún er saga braggabygginga, höfundarréttarvarinna danskra stráa og pálmatrjáa í plasthólkum. Hún er saga baráttu gegn nauðsynlegum samgöngubótum á borð við lagningu Sundabrautar og saga markvissra tilrauna til að auka samgönguvanda miðborgarinnar. Saga Reykjavíkurmódelsins er saga fagurgala um „borgarlínu“ sem í draumum borgarstjóranna var ætlað sérrými á eins konar samgöngu- og þróunarásum í svokölluðu borgarrými nálægt svonefndum þéttingarreitum. Draumarnir um samgöngu- og þróunarása hafa vissulega ekki ræst. Miðað við lýsingar Vegagerðarinnar og verkfræðistofa sem þurfa að horfast í augu við téðan fagurgala eru óleyst vandamál óþrjótandi. Sæbrautarstokkur, Miklubrautarstokkur og aðrar framkvæmdir tengdar borgarlínu, ef af verður, munu valda feiknarlega miklu raski árum saman. Hvergi hafa sést svör við því hvernig flæði umferðar verður tryggt á meðan áralangar framkvæmdir þessa standa yfir. Kannski lýsti Reykjavíkurmódelið sjálfu sér best, eigin vitund og sjálfsmynd, með eftirfarandi orðum í samstarfssáttmálanum frá 2022: „Við ætlum að hafa viðburði og hátíðir allt árið um kring þannig að Reykvíkingar hafi alltaf eitthvað til að hlakka til.“ Jahá! Höfundur er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun