Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 14:32 Svo virðist sem ferðalangarnir hafi ætlað að selja kannabis og kókaín á Ísafirði. Vísir/Einar Síðdegis á miðvikudaginn handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo ferðalanga sem voru á leið frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í bílnum fundust vandlega falin fíkniefni í nokkru magni. Í tilkynningu Lögreglunnar á Ísafirði á Facebook segir að ferðalangarnir hafi verið fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði og leit framkvæmd í bifreið þeirra og á þeim sjálfum. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Krummi, hafi aðstoðað við leitina. Kannabisefni og kókaín í nokkru magni hafi fundist í bílnum þrátt fyrir að hafa verið vandlega falin. Magnið bendir til þess að efnin hafi verið ætluð til sölu Mönnunum hafi verið sleppt að yfirheyrslum loknum. Ekki liggi fyrir játning um að efnin hafi verið ætluð til dreifingar en efnismagnið bendi til þess gagnstæða. „Lögreglan á Vestfjörðum vill nota tækifærið og hvetja alla sem búa yfir upplýsingum eða hafa grun um fíkniefnameðhöndlun að koma ábendingum um það til lögreglunnar. Það er hægt að gera með því að hringja í 112 og biðja um lögregluna á Vestfjörðum, eða með því að hringja í 4440400. Þá er hægt að hringja í upplýsingasíma lögreglunnar, nafnlaust, sem er 800 5005 eða leggja inn skilaboð, sjá hlekkinn hér að neðan.“ Tilkynningarinnar beðið síðan á miðvikudag Málið hefur ratað í fjölmiðla áður en þá í tengslum við nokkuð skondinn misskilning. Mbl.is greindi frá fjölmennri lögregluaðgerð við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar á miðvikudag en húsið hýsir hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki. Mbl.is hafði eftir Helga Jenssyni, lögreglustjóranum á Vestfjörðum, að hann gæti ekki tjáð sig um málið og von væri á tilkynningu vegna þess. Í ljós kom að um æfingu var að ræða og Helgi hélt að blaðamaður Mbl.is væri að tala um fíkniefnamálið. Ísafjarðarbær Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Í tilkynningu Lögreglunnar á Ísafirði á Facebook segir að ferðalangarnir hafi verið fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði og leit framkvæmd í bifreið þeirra og á þeim sjálfum. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Krummi, hafi aðstoðað við leitina. Kannabisefni og kókaín í nokkru magni hafi fundist í bílnum þrátt fyrir að hafa verið vandlega falin. Magnið bendir til þess að efnin hafi verið ætluð til sölu Mönnunum hafi verið sleppt að yfirheyrslum loknum. Ekki liggi fyrir játning um að efnin hafi verið ætluð til dreifingar en efnismagnið bendi til þess gagnstæða. „Lögreglan á Vestfjörðum vill nota tækifærið og hvetja alla sem búa yfir upplýsingum eða hafa grun um fíkniefnameðhöndlun að koma ábendingum um það til lögreglunnar. Það er hægt að gera með því að hringja í 112 og biðja um lögregluna á Vestfjörðum, eða með því að hringja í 4440400. Þá er hægt að hringja í upplýsingasíma lögreglunnar, nafnlaust, sem er 800 5005 eða leggja inn skilaboð, sjá hlekkinn hér að neðan.“ Tilkynningarinnar beðið síðan á miðvikudag Málið hefur ratað í fjölmiðla áður en þá í tengslum við nokkuð skondinn misskilning. Mbl.is greindi frá fjölmennri lögregluaðgerð við Stjórnsýsluhús Ísafjarðar á miðvikudag en húsið hýsir hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki. Mbl.is hafði eftir Helga Jenssyni, lögreglustjóranum á Vestfjörðum, að hann gæti ekki tjáð sig um málið og von væri á tilkynningu vegna þess. Í ljós kom að um æfingu var að ræða og Helgi hélt að blaðamaður Mbl.is væri að tala um fíkniefnamálið.
Ísafjarðarbær Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira