Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar 29. nóvember 2024 15:02 Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar