Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 16:22 Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun