Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar 29. nóvember 2024 16:33 Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur því ítrekað verið spáð að Vinstihreyfingin – grænt framboð muni falla út af þingi. Ef marka má kosningaspár er ekki víst að nein vinstrihreyfing verði á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabil. Ég hitti þessa dagana fólk sem segir að það sé ekki til neins að kjósa VG, atkvæðið fari þá til spillis. Landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítölum fyrir fáum dögum síðan – í útileik, eftir að hafa tapað fyrir þeim í heimaleik og Ítalir unnið alla sína leiki í riðlinum. Allir spáðu sigri Ítala – en það fór á annan veg. Landsliðsmenn hefðu getað látið þær spár slá sig út af laginu og gefist upp – en það gerðu þeir ekki. Öðru nær! Nú ætla ég að spá því að VG fái fimm þingmenn! Sú spá gæti vel gengið eftir, því útkoma kosninga er oft í litlu samræmi við kosningaspár.Það má velta fyrir sér af hverju það þykir ekki fréttnæmt að hátt í 50% kjósenda er enn óákveðinn. Óskir rætast, og tími kraftaverkanna er ekki liðinn! Vinstri græn eiga brýnt erindi á þing, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við höfum til þessa staðið okkur afburða vel í báðum þeim hlutverkum. Steingrímur J. Sigfússon var árum saman ræðukóngur Alþingis meðan hreyfingin var í stjórnarandstöðu. Katrín Jakobsdóttir á Íslandsmet í því að leiða sundrað lið, sem reynt hafði árangurslaust að berja saman stjórn. Okkar kona myndaði ríkisstjórn og stýrði henni gegnum þykkt og þunnt vel á sjöunda ár. Þrír flokkar og tveir þeirra yst á hvorum kanti! Þrír öflugir ráðherrar komu áfram ótrúlega mörgum stefnumálum vinstrimanna, náttúruverndara og jafnréttissina – þrátt fyrir Íhaldið! Þrátt fyrir að vera á jaðri stjórnmálanna hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið sameinandi afl. Hefur haldið saman afar ólíkum stjórnmálaöflum og í stefnu sinni í aldarfjórðung tengt saman kjarnamálefni eins og jöfnuð, jafnrétti, umhverfis- og loftslagsvernd og friðarmál. Í sundrung og ófriðarblikum um heim allan nú er brýn þörf fyrir slíkt stjórnmálaafl – einmitt nú. Kæru vinir vors og blóma! Gefumst ekki upp – látum ekki glepjast – kjósum rétt! Höfundur er eftirlaunamaður, búsettur í Vogum.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun