Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 02:39 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar ætlar að vaka lengur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. „Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira