„Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 11:51 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki hægt að lesa neinn vinstri sigur úr niðurstöðum kosninganna. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er hvergi nærri af baki og lýsir því yfir að það séu ýmis stjórnarmynstur inni í myndinni. Hann lítur ekki á niðurstöður kosninganna sem einhvern sigur vinstrisins. Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló. Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjölmargir hafa lýst því yfir að við blasi að „Valkyrkjustjórnin“ svokölluð, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, hljóti að vera fyrsti kostur í stöðunni. Bjarni sat fyrir svörum á Sprengisandi ásamt þeim Bergþóri Ólasyni Miðflokki og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og hann var ekki á því. Bjarni bar sig vel. „Flokkurinn er áfram klettur í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni og var til þess að gera brattur. „Samfylkingin er að koma úr mikilli eyðimerkurgöngu og fór með himinskautum. En hann gerði eiginlega ekkert annað alla kosningabaráttuna en að tapa fylgi. þetta er alls ekki þessi afgerandi sigur, þetta er minna en ég fékk í síðustu kosningum og þá töluðu menn um afhroð,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að ef Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar yrði sett við borðið með þeim félögum, kona sem hann eigi erfitt með að sjá fyrir sér sem vinstri mann þó hún hafi verið að færast í átt til einhvers konar miðju jafnaðarmennsku uppá síðkastið, þá værum við með ríflegan meirihluta. „Og það er ekki vinstri niðurstaða.“ Sigurður Ingi sagði að ekki væri alltaf einfalt mál að rýna í niðurstöður lýðræðislegra kosninga og fá út einhvern einn vilja. alltaf sé flókið að setja saman ríkisstjórn. En ríkisstjórninni var hafnað? „Já, við skulum nú átta okkur á því að ég var sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn þannig að við skulum nú ekki einu sinni ræða þetta,“ sagði Bjarni og hló.
Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira