Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Víkinga.
Knattspyrnudeild Vikings tilkynnir að Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson eru komnir í Víkina. ❤️🖤
— Víkingur (@vikingurfc) December 1, 2024
Sjá nánar hér : https://t.co/Wc7vruq4P0 pic.twitter.com/7b9taulpyw
Daníel á að baki 138 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 18 mörk. Hann er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með KA frá árinu 2017, ef frá er talið hálft tímabil 2019 er hann lék með sænska liðinu Helsingborg og tímabilið 2020 er hann lék með FH.
Sveinn Margeir hefur leikið með KA frá árinu 2020, en hann lék áður með Dalvík/Reyni. Hann er 23 ára gamall sóknartengiliður sem hefur skorað 13 mörk í 93 deildarleikjum fyrir KA.