Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 20:59 Grenitréð í Jórukletti í Ölfusá, sem margir hafa áhyggjur af en það er ótrúlegt hvað það hefur spjarað sig vel á klettinum í gegnum árin. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri. Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri.
Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira