Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2024 18:38 Uppreisnarmenn keyra fram hjá herþotum á flugvellinum í Aleppo. AP/Omar Albam Hundruð meðlima írakskra vopnahópa hafa streymt yfir landamærin til Sýrlands í dag. Þar ætla þeir að aðstoða sveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gegn uppreisnar- og vígamönnum sem tóku stjórn á borginni Aleppo og stórum nærliggjandi svæðum í vikunni. Uppreisnarmenn úr fjölmörgum hópum sem haldið hafa til í norðvestanverðu Sýrlandi, með stuðningi frá yfirvöldum í Tyrklandi, um árabil fóru eins og stormsveipur yfir varnarlínur Assad-liða í síðustu viku. Árásirnar komu verjendunum alfarið á óvart og tókst uppreisnarmönnum að leggja hald á fjölmörg vopnabúr og hergagnageymslur stjórnarhersins. NEW - #Syria’s armed opposition has just taken control of a *huge* quantity of ammunition & artillery shells/rockets after capturing #Aleppo’s Defense Factories.This’ll take days to move - away from airstrikes. pic.twitter.com/K27c21S1IQ— Charles Lister (@Charles_Lister) December 2, 2024 Hóparnir tóku alla Aleppo og sóttu fram til bæði austurs og suðurs. Fjölmörg þorp og bæir hafa fallið í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá má grófa mynd af stöðunni á korti Liveuamap. Ferðuðust í smáum hópum til að forðast loftárásir Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Þá nutu Assad-liðar mikils stuðnings frá Rússum, klerkastjórninni í Íran og Hezbollah frá Líbanon, en samtökin voru stofnuð af Írönum á sínum tíma. Þessir bakhjarlar Assad hafa nú flestir öðrum hnöppum að hneppa, þó Rússar hafi gert þó nokkrar loftárásir á bæi og borgir undir stjórn uppreisnarmanna á undanförnum dögum. Heimildarmenn Reuters í bæði Írak og Sýrlandi segja að minnsta kosti þrjú hundruð meðlimir tveggja hópa sem kallast Bard og Nujabaa hafa farið frá Írak til Sýrlands. Þeir eru sagðir hafa farið yfir landamærin í smáum hópum til að forðast loftárásir Bandaríkjamanna. Á árum áður, þegar baráttan gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi stóð sem hæst, komu Íranar að stofnun margra vopnahópa sjíta í Írak. Á ensku hafa þessir hópar verið kallaðir Popular Mobalization Forces eða PMF. Margir hópar hafa myndað regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin og hafa þessir hópar á undanförnum árum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi. Stærsti hópurinn ber nafnið Kataib Hezbollah. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Badr er eldri en PMF samtökin en hópurinn varð aðili að PMF sveitunum árið 2014 og hefur áður sent sveitir til stuðnings Assads í Sýrlandi. Nujabaa tilheyriur einnig PMF og íslömsku andspyrnuhreyfingunni svokölluðu. Ráðamenn í Tyrklandi segjast enga aðkomu hafa haft af árásum uppreisnarmanna síðustu daga. Vildu stofna eigið kalífadæmi Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. Rætur HTS má rekja til upprisu Íslamska ríkisins en margir af upprunalegum meðlimum hópsins fóru frá Írak til Sýrlands á sínum tíma, með því markmiði að berjast við stjórnarhers Assads og stofna kalífadæmi þar. Árið 2013 reyndu leiðtogar Íslamska ríkisins að þvinga sameiningu ISIS og Nusra og það tóku leiðtogar síðarnefndu samtakanna ekki í mál. Þess í stað gengu þeir í lið með al-Qaeda og í gegnum árin hafa HTS-liðar reglulega handsamað ISIS-liða í Sýrlandi og tekið þá af lífi. The HTS-led Administration of Military Operations has begun the process of handing over responsibility of the newly taken areas to the HTS-backed civilian/technocratic Syrian Salvation Government pic.twitter.com/JN8yC1ZcRa— Aaron Y. Zelin (@azelin) December 2, 2024 Í umfjöllun New York Times um HTS kemur fram að leiðtogar hópsins hafi sýnt lítinn áhuga á að gera hryðjuverkaárásir og hafi þess í stað viljað einbeita sér að því að mynda eigið ríki í Sýrlandi. Með það að leiðarljósi hafi þeir slitið á tengsl sín við al-Qaeda árið 2016, að hluta til svo aðrir uppreisnarhópar væru líklegri til að ganga til liðs við þá. Sérfræðingar segja að dregið hafi verið úr öfgum innan samtakanna en leiðtogar þeirra séu þó enn að mestu leyti skoðanabræður al-Qaeda. Sýrland Írak Íran Tengdar fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Uppreisnarmenn úr fjölmörgum hópum sem haldið hafa til í norðvestanverðu Sýrlandi, með stuðningi frá yfirvöldum í Tyrklandi, um árabil fóru eins og stormsveipur yfir varnarlínur Assad-liða í síðustu viku. Árásirnar komu verjendunum alfarið á óvart og tókst uppreisnarmönnum að leggja hald á fjölmörg vopnabúr og hergagnageymslur stjórnarhersins. NEW - #Syria’s armed opposition has just taken control of a *huge* quantity of ammunition & artillery shells/rockets after capturing #Aleppo’s Defense Factories.This’ll take days to move - away from airstrikes. pic.twitter.com/K27c21S1IQ— Charles Lister (@Charles_Lister) December 2, 2024 Hóparnir tóku alla Aleppo og sóttu fram til bæði austurs og suðurs. Fjölmörg þorp og bæir hafa fallið í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá má grófa mynd af stöðunni á korti Liveuamap. Ferðuðust í smáum hópum til að forðast loftárásir Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Þá nutu Assad-liðar mikils stuðnings frá Rússum, klerkastjórninni í Íran og Hezbollah frá Líbanon, en samtökin voru stofnuð af Írönum á sínum tíma. Þessir bakhjarlar Assad hafa nú flestir öðrum hnöppum að hneppa, þó Rússar hafi gert þó nokkrar loftárásir á bæi og borgir undir stjórn uppreisnarmanna á undanförnum dögum. Heimildarmenn Reuters í bæði Írak og Sýrlandi segja að minnsta kosti þrjú hundruð meðlimir tveggja hópa sem kallast Bard og Nujabaa hafa farið frá Írak til Sýrlands. Þeir eru sagðir hafa farið yfir landamærin í smáum hópum til að forðast loftárásir Bandaríkjamanna. Á árum áður, þegar baráttan gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi stóð sem hæst, komu Íranar að stofnun margra vopnahópa sjíta í Írak. Á ensku hafa þessir hópar verið kallaðir Popular Mobalization Forces eða PMF. Margir hópar hafa myndað regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin og hafa þessir hópar á undanförnum árum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi. Stærsti hópurinn ber nafnið Kataib Hezbollah. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Badr er eldri en PMF samtökin en hópurinn varð aðili að PMF sveitunum árið 2014 og hefur áður sent sveitir til stuðnings Assads í Sýrlandi. Nujabaa tilheyriur einnig PMF og íslömsku andspyrnuhreyfingunni svokölluðu. Ráðamenn í Tyrklandi segjast enga aðkomu hafa haft af árásum uppreisnarmanna síðustu daga. Vildu stofna eigið kalífadæmi Uppreisnar- og vígahóparnir í norvestanverðu Sýrlandi eru að mestu leiddir af samtökum sem kallast Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Það eru öflugustu samtökin á svæðinu og eru þau leidd af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani. Rætur HTS má rekja til upprisu Íslamska ríkisins en margir af upprunalegum meðlimum hópsins fóru frá Írak til Sýrlands á sínum tíma, með því markmiði að berjast við stjórnarhers Assads og stofna kalífadæmi þar. Árið 2013 reyndu leiðtogar Íslamska ríkisins að þvinga sameiningu ISIS og Nusra og það tóku leiðtogar síðarnefndu samtakanna ekki í mál. Þess í stað gengu þeir í lið með al-Qaeda og í gegnum árin hafa HTS-liðar reglulega handsamað ISIS-liða í Sýrlandi og tekið þá af lífi. The HTS-led Administration of Military Operations has begun the process of handing over responsibility of the newly taken areas to the HTS-backed civilian/technocratic Syrian Salvation Government pic.twitter.com/JN8yC1ZcRa— Aaron Y. Zelin (@azelin) December 2, 2024 Í umfjöllun New York Times um HTS kemur fram að leiðtogar hópsins hafi sýnt lítinn áhuga á að gera hryðjuverkaárásir og hafi þess í stað viljað einbeita sér að því að mynda eigið ríki í Sýrlandi. Með það að leiðarljósi hafi þeir slitið á tengsl sín við al-Qaeda árið 2016, að hluta til svo aðrir uppreisnarhópar væru líklegri til að ganga til liðs við þá. Sérfræðingar segja að dregið hafi verið úr öfgum innan samtakanna en leiðtogar þeirra séu þó enn að mestu leyti skoðanabræður al-Qaeda.
Sýrland Írak Íran Tengdar fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14 Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. 29. nóvember 2024 14:14
Sækja óvænt og hratt að Aleppo Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. 28. nóvember 2024 14:00