Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar 3. desember 2024 11:01 „Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjördæmaskipan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun