Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar 4. desember 2024 09:02 Hinn 24. október á næsta ári eru 50 ár frá því Ísland skráði sig á spjöld sögunnar og varð frægt fyrir jafnréttisbaráttu. Enn ríkir misrétti og kominn tími til að taka næstu stóru skrefin í baráttunni. Þrjátíu og fimm samtök hafa forgangsraðað kröfum til að útrýma kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi og voru þær kröfur kynntar forkólfum stjórnmálasamtaka 24. október síðastliðinn og gefið eitt ár til að verða við þeim þannig að á fimmtíu ára afmæli Kvennafrídagsins verðum við búin að taka risa skref í átt að jafnrétti. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Kvennaár 2025 sem á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks standa að, er haldið til þess að krefjast endaloka kynbundins misréttis og ofbeldis og til að fagna m.a. 50 ára afmæli kvennafrídagsis. Allar kröfurnar má lesa á www.kvennaar.is. Um 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, en trans fólk, þ.m.t. kvár og annað kynsegin fólk, fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en önnur. Þá er heimilisofbeldi einn helsti fyrirboði um heimilisleysi kvenna. Rannsóknir sýna að 15% stúlkna í 10. bekk og 6% stráka hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings. Ofbeldi í netheimum getur verið jafn alvarlegt og ofbeldi í raunheimum, en 58% stúlkna og 35% drengja hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli kláms og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Neysla kláms meðal barna og unglinga er orðin svo almenn að sú upplýsingagjöf er margföld á við raunverulega kynfræðslu. Fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Auk þess þarf að bregðast við hatursorðræðu og fordómum gagnvart hinsegin ungmennum með viðeigandi fræðslu í skólum. Stjórnvöld þurfa að: Tryggja brotaþolum fullnægjandi þjónustu, s.s. túlkaþjónustu og aðgengi í samskiptum við opinberar stofnanir. Í þessu felst að færniuppbygging, sérstaklega í tengslum við stöðu jaðarsettra hópa, sé gerð skyldubundin. Þetta á við um dómara, ákærendur, lögregluna og aðra sem koma að málum er varða kynbundið ofbeldi. Endurskoða lög um nauðganir og önnur kynferðisbrot og annað kynbundið ofbeldi, til að fanga meðal annars brot í netheimum og á samskiptamiðlum. Hefta aðgengi ungmenna að klámi með aðgangsstýringu. Færa kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Tryggja aðgengi ungs fólks að nafnlausri ráðgjöf og spjalli við ráðgjafa. Töluvert vantar uppá að nálgunarbann hafi tilætluð áhrif þar sem brot gegn því hefur ekki afleiðingar umsvifalaust, nær væri að brot varðaði sektum sem lagðar væru á þegar brot er framið. Algengt er, að þegar konur og kvár afhjúpa ofbeldið sem þau verða fyrir og krefjast þess að gerendur verði gerðir ábyrgir með einhverjum hætti, er slegið harkalega til baka, m.a. með meiðyrðarmáli sem stefnir fjárhagslegri framtíð í hættu ekki síður en andlegri líðan uppljóstrara. Hatursorðræða á grundvelli kyns og kynferðis er orðin áberandi og útbreidd. Í nýjustu skýrslu alþjóðlegrar eftirlitsnefndar um afnám mismununar gagnvart konum er talið brýnt að á Íslandi sé þörf á löggjöf sem geri hatursorðræðu þessa refsiverða. Við krefjumst þess að: Brot á nálgunarbanni hafi afleiðingar þannig að bannið hafi áhrif og lögreglan fái rýmri heimildir til að beita nálgunarbanni. Sett verið lög um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum sem nái til brotaþola sem greina frá ofbeldi. Hatursorðræða á grundvelli kynjamisréttis, kvenhaturs og aðrar tegundir hatursorðræðu á grundvelli kyns, verði gerð refsiverð. Ástæður þess að fólk, aðallega konur og kvár, leiðist út í vændi eru að stærstum hluta vegna fjárskorts og því er efnahagslegt sjálfstæði ekki síður en yfirráð yfir eigin líkama lykilþáttur í að koma í veg fyrir þetta ofbeldi. Hvernig svo sem fólk skilgreinir vændi þá telja flest það mikilvægt að vera með útgönguleið á félagslegum forsendum. Stjórnvöld þurfa að: Tryggja afkomu, húsnæði og vernd til að auðvelda fólki að komast úr vændi og/eða mansali. Aflið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, BHM – Bandalag háskólamanna, BSRB, Druslugangan, Femínistafélag NFVÍ, Femínísk fjármál, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, FKA // Félag kvenna í atvinnulífinu, Félag kvenna í nýsköpun, Félag kynjafræðikennara, Félag um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi, Hagsmunasamtök brotaþola, Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna, Icefemin, Íslandsdeild Norrænna kvenna í sáttamiðlun, Kennarasamband Íslands, Kítón - konur í tónlist, KÍO // Konur í orkumálum, Knúz.is, Konur í lögmennsku, Konur í orkumálum, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Líf án ofbeldis, Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Læti! tónlist // Stelpur rokka!, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Q – félag hinsegin stúdenta, RIKK, Rótin félagasamtök, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja -SSF, Samtök um Kvennaathvarf, Samtökin ’78, Skvís - samtök kvenna í vísindum, Soroptimistasamband Íslands, Stígamót, Trans Ísland, UAK // Ungar athafnakonur, UN Women, WIFT – Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi, W.O.M.E.N. in Iceland, WomenTechIceland, ÖBÍ, Öfgar Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Drífa Snædal Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 24. október á næsta ári eru 50 ár frá því Ísland skráði sig á spjöld sögunnar og varð frægt fyrir jafnréttisbaráttu. Enn ríkir misrétti og kominn tími til að taka næstu stóru skrefin í baráttunni. Þrjátíu og fimm samtök hafa forgangsraðað kröfum til að útrýma kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi og voru þær kröfur kynntar forkólfum stjórnmálasamtaka 24. október síðastliðinn og gefið eitt ár til að verða við þeim þannig að á fimmtíu ára afmæli Kvennafrídagsins verðum við búin að taka risa skref í átt að jafnrétti. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Kvennaár 2025 sem á fjórða tug samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks standa að, er haldið til þess að krefjast endaloka kynbundins misréttis og ofbeldis og til að fagna m.a. 50 ára afmæli kvennafrídagsis. Allar kröfurnar má lesa á www.kvennaar.is. Um 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, en trans fólk, þ.m.t. kvár og annað kynsegin fólk, fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en önnur. Þá er heimilisofbeldi einn helsti fyrirboði um heimilisleysi kvenna. Rannsóknir sýna að 15% stúlkna í 10. bekk og 6% stráka hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings. Ofbeldi í netheimum getur verið jafn alvarlegt og ofbeldi í raunheimum, en 58% stúlkna og 35% drengja hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli kláms og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Neysla kláms meðal barna og unglinga er orðin svo almenn að sú upplýsingagjöf er margföld á við raunverulega kynfræðslu. Fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Auk þess þarf að bregðast við hatursorðræðu og fordómum gagnvart hinsegin ungmennum með viðeigandi fræðslu í skólum. Stjórnvöld þurfa að: Tryggja brotaþolum fullnægjandi þjónustu, s.s. túlkaþjónustu og aðgengi í samskiptum við opinberar stofnanir. Í þessu felst að færniuppbygging, sérstaklega í tengslum við stöðu jaðarsettra hópa, sé gerð skyldubundin. Þetta á við um dómara, ákærendur, lögregluna og aðra sem koma að málum er varða kynbundið ofbeldi. Endurskoða lög um nauðganir og önnur kynferðisbrot og annað kynbundið ofbeldi, til að fanga meðal annars brot í netheimum og á samskiptamiðlum. Hefta aðgengi ungmenna að klámi með aðgangsstýringu. Færa kynjafræði, hinseginfræði og menntun um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og samskiptafærni inn í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Tryggja aðgengi ungs fólks að nafnlausri ráðgjöf og spjalli við ráðgjafa. Töluvert vantar uppá að nálgunarbann hafi tilætluð áhrif þar sem brot gegn því hefur ekki afleiðingar umsvifalaust, nær væri að brot varðaði sektum sem lagðar væru á þegar brot er framið. Algengt er, að þegar konur og kvár afhjúpa ofbeldið sem þau verða fyrir og krefjast þess að gerendur verði gerðir ábyrgir með einhverjum hætti, er slegið harkalega til baka, m.a. með meiðyrðarmáli sem stefnir fjárhagslegri framtíð í hættu ekki síður en andlegri líðan uppljóstrara. Hatursorðræða á grundvelli kyns og kynferðis er orðin áberandi og útbreidd. Í nýjustu skýrslu alþjóðlegrar eftirlitsnefndar um afnám mismununar gagnvart konum er talið brýnt að á Íslandi sé þörf á löggjöf sem geri hatursorðræðu þessa refsiverða. Við krefjumst þess að: Brot á nálgunarbanni hafi afleiðingar þannig að bannið hafi áhrif og lögreglan fái rýmri heimildir til að beita nálgunarbanni. Sett verið lög um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum sem nái til brotaþola sem greina frá ofbeldi. Hatursorðræða á grundvelli kynjamisréttis, kvenhaturs og aðrar tegundir hatursorðræðu á grundvelli kyns, verði gerð refsiverð. Ástæður þess að fólk, aðallega konur og kvár, leiðist út í vændi eru að stærstum hluta vegna fjárskorts og því er efnahagslegt sjálfstæði ekki síður en yfirráð yfir eigin líkama lykilþáttur í að koma í veg fyrir þetta ofbeldi. Hvernig svo sem fólk skilgreinir vændi þá telja flest það mikilvægt að vera með útgönguleið á félagslegum forsendum. Stjórnvöld þurfa að: Tryggja afkomu, húsnæði og vernd til að auðvelda fólki að komast úr vændi og/eða mansali. Aflið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík, BHM – Bandalag háskólamanna, BSRB, Druslugangan, Femínistafélag NFVÍ, Femínísk fjármál, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, FKA // Félag kvenna í atvinnulífinu, Félag kvenna í nýsköpun, Félag kynjafræðikennara, Félag um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi, Hagsmunasamtök brotaþola, Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna, Icefemin, Íslandsdeild Norrænna kvenna í sáttamiðlun, Kennarasamband Íslands, Kítón - konur í tónlist, KÍO // Konur í orkumálum, Knúz.is, Konur í lögmennsku, Konur í orkumálum, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Líf án ofbeldis, Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, Læti! tónlist // Stelpur rokka!, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Q – félag hinsegin stúdenta, RIKK, Rótin félagasamtök, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja -SSF, Samtök um Kvennaathvarf, Samtökin ’78, Skvís - samtök kvenna í vísindum, Soroptimistasamband Íslands, Stígamót, Trans Ísland, UAK // Ungar athafnakonur, UN Women, WIFT – Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi, W.O.M.E.N. in Iceland, WomenTechIceland, ÖBÍ, Öfgar Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun