Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 14:05 Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn