„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. desember 2024 21:27 Brynjar er laus við hækjurnar en mætti til leiks í kvöld með myndarlega spelku á hnénu Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira