Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 21:54 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucc Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru í dag. AP fréttaveitan hefur eftir lögmönnunum að rangt sé að dómsuppkvaðning, sem búið er að fresta um sinn, fari fram og vísa þeir til „yfirþyrmandi“ sigurs Trumps í forsetakosningunum í nóvember. Saksóknarar hafa til 9. desember til að svara kröfunni. AP segir þá hafa lýst því yfir að þeir muni berjast gegn tilraunum til að fá málið fellt niður en hafa gefið til kynna að þeir gætu samþykkt að fresta dómsuppkvaðningu þar til kjörtímabili Trumps lýkur árið 2029. Upprunalega stóð til dómsuppkvaðning færi fram í lok nóvember en Juan Merchan, dómarinn sem haldið hefur utan um réttarhöldin, frestaði því um ótilgreindan tíma eftir sigur Trumps í kosningunum. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Annarri ákærunni formlega vísað frá Eftir kosningarnar hefur báðum málum Jack Smith, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, verið vísað frá. Þá er framtíð málsins gegn Trump í Georgíu, vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna 2020 þar, óljós. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 3. desember 2024 07:41 Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27. nóvember 2024 18:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð voru í dag. AP fréttaveitan hefur eftir lögmönnunum að rangt sé að dómsuppkvaðning, sem búið er að fresta um sinn, fari fram og vísa þeir til „yfirþyrmandi“ sigurs Trumps í forsetakosningunum í nóvember. Saksóknarar hafa til 9. desember til að svara kröfunni. AP segir þá hafa lýst því yfir að þeir muni berjast gegn tilraunum til að fá málið fellt niður en hafa gefið til kynna að þeir gætu samþykkt að fresta dómsuppkvaðningu þar til kjörtímabili Trumps lýkur árið 2029. Upprunalega stóð til dómsuppkvaðning færi fram í lok nóvember en Juan Merchan, dómarinn sem haldið hefur utan um réttarhöldin, frestaði því um ótilgreindan tíma eftir sigur Trumps í kosningunum. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Trump var sakfelldur fyrir að falsa skjöl sem þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Annarri ákærunni formlega vísað frá Eftir kosningarnar hefur báðum málum Jack Smith, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, verið vísað frá. Þá er framtíð málsins gegn Trump í Georgíu, vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum kosninganna 2020 þar, óljós.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 3. desember 2024 07:41 Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27. nóvember 2024 18:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. 3. desember 2024 07:41
Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti símafund með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, í gær. Hann segir Trump hafa verið sérstaklega áhugasaman um íslenska menningu og sögu og bað fyrir góðum kveðjum til þjóðarinnar. 27. nóvember 2024 18:16