Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar 4. desember 2024 07:34 Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Jólaskraut Jól Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Sitt sýnist hverjum um hvað teljist hæfilegar jólaskreytingar. Þá eru auðvitað skiptar skoðanir um hvað teljist til fallegra skreytinga og hverjar teljist hreinlega vera ljósmengun. Það hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um að ljósvíkingar gangi af göflunum á þessum tíma árs og að mestu jólaálfarnir fari á skreytingarfyllerí! Má minna í fjölbýlishús? Það er gjarnan þannig í fjölbýlishúsum að fólk skiptist í tvær fylkingar. Annars vegar hófstilltir íbúar sem vilja engar eða litlar skreytingar og svo íbúar sem telja hús aldrei oflýst og ofskreytt. Meginreglan er sú að meirihlutinn ræður því hvernig og hversu mikið fjölbýlishúsið skuli lýst og skreytt. Eru allir eigendur bundnir við slíka ákvörðun og skyldugir að taka þátt í kostnaðinum. Það er þó háð því að jólalýsingin og skreytingarnar séu ekki úr hófi eða ljósmengun sé of mikil svo það gangi gegn friðhelgi einkalífs íbúa hússins. Það gæti því þurft samþykki allra í fjölbýlishúsinu ef skreytingarnar eru langt umfram það sem almennt gengur og gerist. Þeir sem eru á móti eru a.m.k. ekki skyldugir til að taka þátt í kostnaðinum. Það getur þó verið matskennt hvað teljist vera eðlilegt og hófstillt í þessum efnum. Alla jafna koma húseigendur sér þó saman um þessi atriði. Svo eru til dæmi um öfgar í hina áttina, þ.e. að húsfélag fjöleignarhúss ákveður að hafa engar sameiginlegar jólaskreytingar eða jafnvel leggja bann við að eigendur setji upp eigin jólaskraut á svalir sínar og glugga. Slíkt bann húsfélags fær líklega ekki staðist enda hefur húsfélag ekki vald til að grípa svo afgerandi inn í eignarrétt og eignarráð eigenda einstakra séreignarhluta. Hins vegar gæti húsfélag sett nánari reglum um jólaljós, umfang þeirra og sett því ákveðnar skorður. Þá þekkist það að arkitektar húsa hafi bannað jólaljós svo sköpunarverk þeirra njóti sín. Ef einhver íbúðareigandi heldur ekki jól, t.d. af trúarlegum ástæðum, þá verður hann allt að einu að lúta meirihluta ákvörðun og una við uppsett ljós og skraut. Viðkomandi verður meira að segja að borga sinn hlut í skreytingunum. Reglur fjöleignarhúsalaga miðast við venjulegt fólk og meðalhóf og eigendur með sérþarfir eiga ekki kröfu á því að aðrir eigendur taki tillit til þess og lagi sig að þeim. Reglulega hefur verið leitað til Húseigendafélagsins vegna jólaskreytinga og jólaljósa í gegnum árin. Meiri skreytingagleði í sérbýli Það eru oft eigendur sérbýlis sem ganga hvað lengst í ljósadýrðinni og má segja að sum hús og lóðir standi í ljósum logum í desember. Það er augljóst að miklar ljósaseríur og ekki síst þær blikkandi geta plagað þá sem í nágrenninu búa og vilja hafa frið og ró. Fólk hefur þó yfirleitt sýnt þessu umburðarlyndi með það í huga að þetta gangi yfir og taki fljótt af. Reyndar er það svo að það er alltaf að verða fyrr og fyrr sem landsmenn byrja að jólaskreyta. Í sumum tilvikum hafa nágrannar þeirra sem mest skreyta orðið fyrir átroðningi og jafnvel tjóni af völdum þeirra sem engin lóðarmörk virða til að komast til að berja jólaskreytingar augum. Um jólaskreytingar og jólaljós í sérbýli gilda engar sérstakar skráðar réttarreglur. Ef slíkt veldur nágrönnum ónæði þá er það ónæði sérstakt því það er árstíðabundið. Hér er litið til óskráðra reglna grenndarréttar sem gilda um hagnýtingu fasteigna og setja eigendum þeirra skorður af tilliti til nágranna. Eigandi fasteignar má gera það á sinni fasteign sem er venjulegt og eðlilegt og nágranninn verður að sætta sig við það. Nágranni verður að þola það sem telst eðlilegt og venjulegt ef það fer ekki yfir strikið og veldur nágrannanum ónæði umfram það sem hann verður að þola og er venjulegt. Hvað er svo venjulegt og eðlilegt og hvenær er út fyrir þau mörk komið er svo matsatriði. Við mat á því hvort skreytingar og tilfæringar séu venjulegar og eðlilegar verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og almenningsálitið og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Horfa þyrfti til þess að ekki er um viðvarandi ástand að ræða og þá er væntanlega um aukið athafnafrelsi að ræða í þessum efnum um jólin. Þótt ónæði geti verið umtalsvert og í sumum tilvikum óþolandi þá er yfirleitt ekki tími eða efni til að grípa til lagalegra úrræða. Yfirleitt er látið sitja við kvörtunarbréf en eins er hægt að leita til lögreglu ef svefnfriði er raskað með hljóðum eða ljósum. Það er það helsta sem kvartað er yfir auk átroðningsins við mest skreyttu húsin. Höfundur er lögmaður og formaður Húseigendafélagsins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun