Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2024 17:00 Kristrún segir viðræður byrja vel. Markmið þeirra sé að viðræðurnar séu ekki langdregnar. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. „Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent Hvað var Trú og líf? Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Fleiri fréttir Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Sjá meira
„Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent Hvað var Trú og líf? Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Fleiri fréttir Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Sjá meira