„Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2024 08:01 Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun