„Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2024 08:01 Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun