Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 08:05 Málið varðar andlát hjóna í Neskaupsstað í ágúst. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Upp úr hádegi fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn fékk lögreglan á Austurlandi útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var staðfestur af Landsrétti í gær, var ákveðið að maðurinn skyldi vistaður á viðeigandi stofnun til 20. desember næstkomandi. Í þessum úrskurði er varpað ljósi atburðina sem málið varðar, en lítið hefur áður komið fram í fjölmiðlum um atvik málsins. Fram kemur að hjónin hafi fundist látin á baðherbergi, og að miklir áverkar væru á þeim báðum. Storknað blóð á fatnaði við handtöku Þá hafi lögregla upplýsingar um að sést hafi til mannsins sem er grunaður í málinu við hús hjónanna kvöldið áður. Heyrst hafi þung bankhljóð úr íbúðinni stuttu síðar. Svo virðist sem vitni hafi reynt að setja sig í samband við hjónin, en svo virst sem slökkt væri á símum þeirra. Vitnið hafi farið að húsinu þeirra og tekið eftir því að bíllinn þeirra var ekki við húsið. Lögreglan leitaði bílsins, en í ljós kom að honum hafði verið ekið á höfuðborgarsvæðið. Líkt og áður segir var hinn grunaði ökumaður bílsins, en hann var handtekinn af sérsveitinni. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Sagðist hafa komið að þeim „svona“ Í skýrslutöku neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. Það er mat lögreglu að vista eigi manninn á réttargeðdeild þar sem er unnt að meðhöndla veikindi hans. Þá sé einnig mikilvægt að tryggja að ekki verði háski af honum og því brýnt að hann sæti öruggri gæslu. Líkt og áður segir hefur Landsréttur úrskurðað að hann skuli vistaður á viðeigandi stofnun. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins sé komin vel á veg. Skýrslur hafi verið teknar af öllum vitnum og rannsókn á vettvangi lokað. Niðurstöður lífsýnarannsókna hafa borist, en beðið er eftir niðurstöðum blóðferlaskýrslu tæknideildar, en von er á henni í næstu viku. Krufningarskýrslur liggja ekki fyrir, en talið er að þær berist líka innan viku. Þá liggur geðmat á manninum fyrir, en ekki kemur fram hver niðurstaða þess mats sé.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira