Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2024 21:06 ÍR-ingar unnu sinn þriðja sigur í röð þegar þeir lögðu KR í kvöld. Vísir/Anton Brink ÍR vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu KR 97-95 í miklum spennuleik í Vesturbænum. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 20-17 fyrir ÍR náði KR áhlaupi og kom sér í 26-20 forystu fyrir lok fyrsta leikhlutans. Þeir héldu síðan áfram í byrjun annars leikhluta og náðu mest ellefu stiga forskoti um hann miðjan. Það gekk mikið á í Vesturbænum í dag.Vísir/Anton Brink ÍR tókst að minnka muninn en KR var alltaf með frumkvæðið og var með 5-10 stiga forskot út fyrri hálfleikinn. Þá var staðan 52-45 eftir að Jacob Falko lauk hálfleiknum með því að skora síðustu fjögur stigin fyrir ÍR-inga. Leikurinn þróaðist mjög svipað í þriðja leikhlutanum. KR var alltaf skrefinu á undan og liðin skiptust á að taka stutt áhlaup. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 75-71 fyrir KR en ÍR hóf fjórða leikhlutann á því að skora sjö stig í röð og komast í forystuna í fyrsta sinn síðan í upphafi leiks. Vlatko Granic í baráttu við tvo ÍR-inga.Vísir/Anton Brink Eftir það var leikurinn gríðarlega spennandi. Björgvin Hafþór Ríkharðsson kom afar sterkur inn undir lokin hjá ÍR og skoraði níu stig í fjórða leikhlutanum. Hann kom ÍR í 93-90 eftir stolinn bolta Jacob Falko og körfu eftir hraðaupphlaup. Hann bætti síðan tveimur stigum við og kom gestunum í 95-93 með frábærri körfu eftir sóknarfrákast en í millitíðinni jafnaði Þórir Þorbjarnarson metin í 93-93. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var magnaður í fjórða leikhlutanum.Vísir/Anton Brink KR jafnaði með tveimur vítaskotum þegar tólf sekúndur voru eftir en ÍR nýtti síðustu sóknina vel. Hákon Örn Hjálmarsson nældi í tvö víti þegar fimm sekúndur voru eftir og nýtti þau bæði. KR náði ekki skoti á körfuna á lokasekúndunum og ÍR-ingar fögnuðu því gríðarlega sætum sigri. Lokatölur 97-95. Atvik leiksins Stolinn bolti Falko og körfurnar tvær hjá Björgvini Hafþóri undir lokin voru risastór atvik í leiknum. Rétt áður setti Björgvin Hafþór þrist sem gerist ekki á hverjum degi. Þessar körfur gerðu gæfumuninn fyrir ÍR í dag. Jacob Falko var öflugur þegar á reyndi undir lokin.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Matej Kavas átti magnaðan leik fyrir ÍR. Hann hitti úr fyrstu sjö þriggja stiga skotum sínum og lauk leik með 32 stig og 9 fráköst. Þá var innkoma Björgvins Hafþórs sömuleiðis frábær en hann skoraði níu stig á stuttum tíma og sigldi sigrinum í höfn fyrir Breiðhyltinga. ÍR var að vinna sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni.Vísir/Anton Brink Hjá KR vantaði einhvern sem var tilbúinn að taka ábyrgðina og stíga upp í sóknum undir lok leiksins. Menn voru of staðir í sóknarleiknum og liðið þarf að geta stólað á hæfileikaríka leikmenn eins og Þóri Þorbjarnarson og Nimrod Hilliard á svona augnablikum. Dómararnir Þeir Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Daníel Steingrímsson dæmdu leikinn ágætlega og voru með fín tök á leiknum allan tímann. Davíð Kristján Hreiðarsson og Daníel Steingrímsson dæmdu leikinn í kvöld ásamt Kristni Óskarssyni.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Það var fínasta mæting á þennan Reykjavíkurslag. Það heyrðist vel í stuðningsmönnum ÍR og þegar lokaflautið gall mátti sjá gamalkunna takta hjá þjálfaranum Borche Ilievski sem hljóp og fagnaði með Ghetto Hooligans líkt og leikmenn liðsins. Viðtöl „Vörnin okkar þurfti að vera betri í dag“ Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna eftir leik kvöldsins gegn ÍR í kvöld. „Mjög sárt. Þetta var hörkuleikur og góð stemmning og mjög svekkjandi að hafa ekki náð að loka leiknum. Mér fannst við vera með fullt af tækifærum yfir allan leikinn til að slíta þá frá okkur. Það gekk ekki og þeir héngu í okkur og náðu að komast yfir á réttum tímapunkti,“ en KR var með frumkvæðið allt þar til í fjórða leikhluta þegar ÍR náði að komast yfir. Jakob Örn sagði varnarleik KR ekki hafa verið nógu góðan. „Fyrir mér er það klárlega varnarlega því við fáum á okkur 97 stig á heimavelli. Þeir hitta rosalega vel allan leikinn og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Klárlega þurfti vörnin okkar að vera betri í dag.“ Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink ÍR tapaði mun fleiri boltum en KR í kvöld en Jakob sagði muninn liggja í því hvenær þeir boltar töpuðust. „Okkar töpuðu boltar koma á slæmum tímapunkti, undir lokin þegar við áttum góða möguleika. Heilt yfir gerðum við vel í að tapa ekki boltanum, betur en í leikjum í vetur. Það þarf bara að halda áfram.“ Dani Koljanin skipti frá KR yfir til ÍR í vikunni og lék gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Það kom á óvart þegar félagaskiptin voru tilkynnt því það gerist ekki á hverjum degi að leikmenn skipti á milli liða í deildinni á miðju tímabili. Hart barist í leiknum.Vísir/Anton Brink „Það var bara hans ákvörðun og hann hafði möguleika á því samningslega séð. Hann hafði glugga til að finna sér nýtt lið ef hann vildi og hans ákvörðun að fara. Hann telur sig örugglega fá fleiri tækifæri eða hvað það er hjá ÍR. Við erum að skoða okkar möguleika, markaðurinn er ekkert endilega frábær núna. Við erum með augun opin og ef það kemur eitthvað spennandi sem passar inn þá skoðum við það vel.“ KR gekk illa að stoppa Matej Kavas í dag.Vísir/Anton Brink „Við erum með góðan hóp. Leikmenn komu inn sem hafa ekki fengið að spila og aðrir fengu fleiri mínútur og stóðu sig vel. Við erum ekkert að örvænta.“ Jakob sagði mikla baráttu framundan í jafnri deild. „Þetta er þéttur pakki í deildinni. Mörg lið svipuð og ef maður nýtir ekki þessi tækifæri sem maður fær að slíta sig frá þessum pakka þá getur það komið í bakið á manni. Við þurfum að finna betri stöðugleika í því sem við erum að gera.“ „Erum ekki komnir þangað sem við viljum vera“ Matej Kavas átti frábæran leik fyrir ÍR í kvöld. Hann hitti úr átta af tíu þriggja stiga skotum sínum og endaði leikinn með 32 stig. „Mér líður vel og ég er gríðarlega ánægður með þessa stuðningsmenn sem mæta og styðja okkur í hverjum leik. Þetta er búið að vera erfitt en Ísak var að byggja þetta vel upp. Borche tók við og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Nú eru komnir þrír sigrar í röð og við vonumst til að geta haldið þannig áfram.“ Matej Kavas var frábær hjá ÍR í kvöld.Vísir/Anton Brink Kavas sagði karakterinn í ÍR-liðinu vera til fyrirmyndar. „Við erum leið sem berjumst allt til enda og sýndum það í síðasta leik. Við hættum aldrei og Borche hvetur okkur áfram. Þetta skipti máli í dag.“ Hann sagði taphrinu liðsins í upphafi tímabils hafa þjappað liðinu saman. „Ég held við höfum aldrei verið stressaðir. Við gerum okkar besta og stöndum saman sama hver úrslitin verða. Við töpuðum sex leikjum í röð, núna búnir að vinna þrjá í röð og stóðum alltaf saman.“ ÍR-ingar fagna.Vísir/Anton Brink ÍR-liðið er komið úr fallsæti en ætlar sér meira. Kavas var þó sultuslakur þrátt fyrir þrjá sigurleiki í röð. „Við þurfum að vera auðmjúkir því við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera. Við erum búnir að sýna að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að halda áfram að vinna og vona það besta.“ Bónus-deild karla KR ÍR
ÍR vann sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu KR 97-95 í miklum spennuleik í Vesturbænum. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 20-17 fyrir ÍR náði KR áhlaupi og kom sér í 26-20 forystu fyrir lok fyrsta leikhlutans. Þeir héldu síðan áfram í byrjun annars leikhluta og náðu mest ellefu stiga forskoti um hann miðjan. Það gekk mikið á í Vesturbænum í dag.Vísir/Anton Brink ÍR tókst að minnka muninn en KR var alltaf með frumkvæðið og var með 5-10 stiga forskot út fyrri hálfleikinn. Þá var staðan 52-45 eftir að Jacob Falko lauk hálfleiknum með því að skora síðustu fjögur stigin fyrir ÍR-inga. Leikurinn þróaðist mjög svipað í þriðja leikhlutanum. KR var alltaf skrefinu á undan og liðin skiptust á að taka stutt áhlaup. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 75-71 fyrir KR en ÍR hóf fjórða leikhlutann á því að skora sjö stig í röð og komast í forystuna í fyrsta sinn síðan í upphafi leiks. Vlatko Granic í baráttu við tvo ÍR-inga.Vísir/Anton Brink Eftir það var leikurinn gríðarlega spennandi. Björgvin Hafþór Ríkharðsson kom afar sterkur inn undir lokin hjá ÍR og skoraði níu stig í fjórða leikhlutanum. Hann kom ÍR í 93-90 eftir stolinn bolta Jacob Falko og körfu eftir hraðaupphlaup. Hann bætti síðan tveimur stigum við og kom gestunum í 95-93 með frábærri körfu eftir sóknarfrákast en í millitíðinni jafnaði Þórir Þorbjarnarson metin í 93-93. Björgvin Hafþór Ríkharðsson var magnaður í fjórða leikhlutanum.Vísir/Anton Brink KR jafnaði með tveimur vítaskotum þegar tólf sekúndur voru eftir en ÍR nýtti síðustu sóknina vel. Hákon Örn Hjálmarsson nældi í tvö víti þegar fimm sekúndur voru eftir og nýtti þau bæði. KR náði ekki skoti á körfuna á lokasekúndunum og ÍR-ingar fögnuðu því gríðarlega sætum sigri. Lokatölur 97-95. Atvik leiksins Stolinn bolti Falko og körfurnar tvær hjá Björgvini Hafþóri undir lokin voru risastór atvik í leiknum. Rétt áður setti Björgvin Hafþór þrist sem gerist ekki á hverjum degi. Þessar körfur gerðu gæfumuninn fyrir ÍR í dag. Jacob Falko var öflugur þegar á reyndi undir lokin.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Matej Kavas átti magnaðan leik fyrir ÍR. Hann hitti úr fyrstu sjö þriggja stiga skotum sínum og lauk leik með 32 stig og 9 fráköst. Þá var innkoma Björgvins Hafþórs sömuleiðis frábær en hann skoraði níu stig á stuttum tíma og sigldi sigrinum í höfn fyrir Breiðhyltinga. ÍR var að vinna sinn þriðja sigur í röð í Bónus-deildinni.Vísir/Anton Brink Hjá KR vantaði einhvern sem var tilbúinn að taka ábyrgðina og stíga upp í sóknum undir lok leiksins. Menn voru of staðir í sóknarleiknum og liðið þarf að geta stólað á hæfileikaríka leikmenn eins og Þóri Þorbjarnarson og Nimrod Hilliard á svona augnablikum. Dómararnir Þeir Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Daníel Steingrímsson dæmdu leikinn ágætlega og voru með fín tök á leiknum allan tímann. Davíð Kristján Hreiðarsson og Daníel Steingrímsson dæmdu leikinn í kvöld ásamt Kristni Óskarssyni.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Það var fínasta mæting á þennan Reykjavíkurslag. Það heyrðist vel í stuðningsmönnum ÍR og þegar lokaflautið gall mátti sjá gamalkunna takta hjá þjálfaranum Borche Ilievski sem hljóp og fagnaði með Ghetto Hooligans líkt og leikmenn liðsins. Viðtöl „Vörnin okkar þurfti að vera betri í dag“ Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna eftir leik kvöldsins gegn ÍR í kvöld. „Mjög sárt. Þetta var hörkuleikur og góð stemmning og mjög svekkjandi að hafa ekki náð að loka leiknum. Mér fannst við vera með fullt af tækifærum yfir allan leikinn til að slíta þá frá okkur. Það gekk ekki og þeir héngu í okkur og náðu að komast yfir á réttum tímapunkti,“ en KR var með frumkvæðið allt þar til í fjórða leikhluta þegar ÍR náði að komast yfir. Jakob Örn sagði varnarleik KR ekki hafa verið nógu góðan. „Fyrir mér er það klárlega varnarlega því við fáum á okkur 97 stig á heimavelli. Þeir hitta rosalega vel allan leikinn og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Klárlega þurfti vörnin okkar að vera betri í dag.“ Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink ÍR tapaði mun fleiri boltum en KR í kvöld en Jakob sagði muninn liggja í því hvenær þeir boltar töpuðust. „Okkar töpuðu boltar koma á slæmum tímapunkti, undir lokin þegar við áttum góða möguleika. Heilt yfir gerðum við vel í að tapa ekki boltanum, betur en í leikjum í vetur. Það þarf bara að halda áfram.“ Dani Koljanin skipti frá KR yfir til ÍR í vikunni og lék gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Það kom á óvart þegar félagaskiptin voru tilkynnt því það gerist ekki á hverjum degi að leikmenn skipti á milli liða í deildinni á miðju tímabili. Hart barist í leiknum.Vísir/Anton Brink „Það var bara hans ákvörðun og hann hafði möguleika á því samningslega séð. Hann hafði glugga til að finna sér nýtt lið ef hann vildi og hans ákvörðun að fara. Hann telur sig örugglega fá fleiri tækifæri eða hvað það er hjá ÍR. Við erum að skoða okkar möguleika, markaðurinn er ekkert endilega frábær núna. Við erum með augun opin og ef það kemur eitthvað spennandi sem passar inn þá skoðum við það vel.“ KR gekk illa að stoppa Matej Kavas í dag.Vísir/Anton Brink „Við erum með góðan hóp. Leikmenn komu inn sem hafa ekki fengið að spila og aðrir fengu fleiri mínútur og stóðu sig vel. Við erum ekkert að örvænta.“ Jakob sagði mikla baráttu framundan í jafnri deild. „Þetta er þéttur pakki í deildinni. Mörg lið svipuð og ef maður nýtir ekki þessi tækifæri sem maður fær að slíta sig frá þessum pakka þá getur það komið í bakið á manni. Við þurfum að finna betri stöðugleika í því sem við erum að gera.“ „Erum ekki komnir þangað sem við viljum vera“ Matej Kavas átti frábæran leik fyrir ÍR í kvöld. Hann hitti úr átta af tíu þriggja stiga skotum sínum og endaði leikinn með 32 stig. „Mér líður vel og ég er gríðarlega ánægður með þessa stuðningsmenn sem mæta og styðja okkur í hverjum leik. Þetta er búið að vera erfitt en Ísak var að byggja þetta vel upp. Borche tók við og það eru allir að leggja sitt af mörkum. Nú eru komnir þrír sigrar í röð og við vonumst til að geta haldið þannig áfram.“ Matej Kavas var frábær hjá ÍR í kvöld.Vísir/Anton Brink Kavas sagði karakterinn í ÍR-liðinu vera til fyrirmyndar. „Við erum leið sem berjumst allt til enda og sýndum það í síðasta leik. Við hættum aldrei og Borche hvetur okkur áfram. Þetta skipti máli í dag.“ Hann sagði taphrinu liðsins í upphafi tímabils hafa þjappað liðinu saman. „Ég held við höfum aldrei verið stressaðir. Við gerum okkar besta og stöndum saman sama hver úrslitin verða. Við töpuðum sex leikjum í röð, núna búnir að vinna þrjá í röð og stóðum alltaf saman.“ ÍR-ingar fagna.Vísir/Anton Brink ÍR-liðið er komið úr fallsæti en ætlar sér meira. Kavas var þó sultuslakur þrátt fyrir þrjá sigurleiki í röð. „Við þurfum að vera auðmjúkir því við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera. Við erum búnir að sýna að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að halda áfram að vinna og vona það besta.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti