Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 5. desember 2024 19:02 „Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Vegan Jól Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun