Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2024 17:25 Bjarni vísar því á bug að um valdníðslu sé að ræða að leyfa veiti til hvalveiða. Það verði að tryggja greininni fyrirsjáanleika. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. Tilkynnt var um það fyrr í dag að gefin hefðu verið út leyfi til bæði veiða á langreyð og hrefnu. Bjarni skrifaði undir leyfin í gær og tók í framhaldi saman tilkynningu sem var birt í dag á vef stjórnarráðsins. Þar kemur til dæmis fram að samkvæmt Hafrannsóknarstofnun hafi langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987. Fjöldinn í síðustu talningu árið 2015 hafi verið sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 var 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Austur Grænlands-Íslands stofnsvæðinu. Þá segir einnig að Hafrannsóknastofnun ráðleggi að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 voru sex hrefnur veiddar við Ísland og árið 2021 var ein hrefna veidd. Engar langreyðar hafa verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 voru 148 dýr veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr voru veidd árið 2023. Fagna og furða Bæjarráð Akraness fagnar ákvörðuninni í yfirlýsingu en Landvernd, Ungir umhverfissinnar og Náttúruverndarsamtök Íslands lýstu yfir furðu á henni og sögðu hana valdníðslu. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) mótmælir ákvörðuninni harðlega og segja hana ótímabæra. „Hvalveiðar eru ákaflega umdeilt mál á Íslandi og óánægjan með þær nær langt út fyrir landsteinanna. Þetta er því hagsmunamál sem varðar marga aðra en aðeins þá sem að þessum veiðum koma með einum eða öðrum hætti. Það er óboðleg stjórnsýsla að umboðslítill ráðherra taki svo afdrifaríka ákvörðun rétt eftir Alþingiskosningar og bindi þar með hendur næstu ríkisstjórna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þá fordæma einnig ákvörðunina í yfirlýsingu Hvalavinir, Samtök grænkera á Íslandi og Samtök um dýravelferð á Íslandi og segja útgáfu leyfanna valdníðslu. Þá benda samtökin á að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skipaði fyrr á þessu ári starfshóp sem falið var að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Bjarni segir lög í gildi í landinu og það hafi síðast verið fjallað um þau í áliti umboðsmanns í fyrra. Það hafi borist umsókn til ráðuneytisins annars vegar um veiðar á langreyð og hins vegar um veiðar á hrefnu. „Þessi mál hafa fengið sína meðferð í ráðuneytinu og nú er komin niðurstaða eftir það, meðal annars eftir lögbundið umsagnarferli, og lög standa ekki til annars en að veita slík leyfi og nú höfum við afgreitt þessi mál.“ Ekki tilefni til að bíða eftir nýrri ríkisstjórn Bjarni segir ekki hafa verið tilefni til þess að bíða eftir því að ný ríkisstjórn tæki við til að gefa út þessi leyfi. „Þetta er ekki ákvörðun sem er neitt annað en venjuleg afgreiðsla í matvælaráðuneytinu. Það er ekkert athugavert við það að í starfsstjórn séu leyfisveitingar teknar til meðhöndlunar, vegna þess einfaldlega að það er bara verið að fylgja lögum um þessi mál.“ Í sjálfu sér sé engin ástæða til þess að bíða eftir því að annar ráðherra taki ákvarðanir á grundvelli sömu laga. Bjarni segir það að hvalveiðar séu hitamál í íslensku samfélagi ekki breyta því að það séu lög í landinu um veiðarnar og um stjórnsýslu. „Þegar menn bregða út af því sem lög og reglur kveða á um geta menn lent upp á kant við umboðsmann eins og hefur gerst núna tiltölulega nýlega,“ segir Bjarni og að umboðsmaður hafi þegar gert athugasemdir við nýlegar leyfisveitingar og sé með önnur tengd mál til athugunar. „Við höfum viljað vanda okkar stjórnsýslu og fylgja lögum og reglum um þessi efni.“ Atriði í reglugerð til endurskoðunar Bjarni segir að einnig tillit hafi verið tekið til dýraverndunarlaga við útgáfu leyfanna. „Það hefur verið fjallað um þau sjónarmið meðal annars við breytingar á reglugerðum sem um þessi efni gilda. Við þurfum að vera með þær í stöðugu endurmati og það hefur meðal annars verið farið fram á það að sum atriði sem eru í reglum og reglugerðum um veiðarnar verði tekin til endurskoðunar en það er vinna sem tekur lengri tíma.“ Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýstu í kjölfar ákvörðunarinnar yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. „Með því er lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins er gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar,“ segir í tilkynningu frá þeim þar sem ákvörðunin er kölluð valdníðsla. Vísar ásökunum um valdníðslu á bug Bjarni segir það valdníðslu þegar menn fylgja ekki lögum, beita vilja sínum þvert á vilja þings og fylgja ekki reglum. „Í þessu tilviki er verið að fylgja reglum. Það er verið að fara eftir þeim lögum sem um efnið gilda. Við erum hér að tala um það að nýta auðlindir í eigu okkar Íslendinga, til þess að skapa verðmæti, til þess að úr því verði verðmæt störf og útflutningstekjur þannig ég vísa því alfarið á bug.“ Fram kemur í tilkynningu stjórnarráðsins um útgáfu leyfanna að þau séu gefin út til fimm ára og það eigi að tryggja atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Bjarni segir ekki hafa komið til greina að gefa út leyfin til styttri tíma. „Ég held það þurfi lágmarks fyrirsjáanleika fyrir alla atvinnustarfsemi og það má segja að í gegnum tíðina hafi það verið venjan að menn hafi að minnsta kosti fimm ár fyrir framan sig. Það var helst það sem ég leit til.“ Hann segir það ekki skipta máli að ný ríkisstjórn taki svo við, geti breytt lögum og afturkallað leyfið. Það sé eitthvað sem geti alltaf gerst. „Það á við um öll leyfi sem eru veitt á Íslandi, alls staðar vegna allrar starfsemi, að það veit enginn hvað framtíðarþing ákveður að gera. En nú vitum við hvað lögin í dag segja og um hvað þau fjalla. Á grundvelli laganna sem eru í gildi og reglnanna sem eru í gildi hafa leyfin verið gefin út reglulega á síðasta áratug. Síðast á þessu ári var gefið út leyfi til veiða á langreyði.“ Ákvörðun sem stenst skoðun Bjarni segist ekki hafa heyrt í þeim sem fengu leyfin. Hann sé sáttur við þessa ákvörðun. „Ég tel að hún standist vel skoðun og ég fagna því að þessu sé vel tekið af Akranesbæ og öðrum sem hafa lengi vonast eftir því að þessi starfsemi geti hafist að nýju,“ segir Bjarni að lokum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Fjórar fyrirliggjandi umsóknir til veiða á langreyðum og hrefnu eru til meðferðar í matvælaráðuneytinu á „faglegum grunni“. 3. desember 2024 11:00 „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. 2. desember 2024 17:23 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. 29. nóvember 2024 14:12 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Tilkynnt var um það fyrr í dag að gefin hefðu verið út leyfi til bæði veiða á langreyð og hrefnu. Bjarni skrifaði undir leyfin í gær og tók í framhaldi saman tilkynningu sem var birt í dag á vef stjórnarráðsins. Þar kemur til dæmis fram að samkvæmt Hafrannsóknarstofnun hafi langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987. Fjöldinn í síðustu talningu árið 2015 hafi verið sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 var 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Austur Grænlands-Íslands stofnsvæðinu. Þá segir einnig að Hafrannsóknastofnun ráðleggi að árlegar veiðar hrefnu árin 2018 til 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum. Árið 2018 voru sex hrefnur veiddar við Ísland og árið 2021 var ein hrefna veidd. Engar langreyðar hafa verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 voru 148 dýr veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr voru veidd árið 2023. Fagna og furða Bæjarráð Akraness fagnar ákvörðuninni í yfirlýsingu en Landvernd, Ungir umhverfissinnar og Náttúruverndarsamtök Íslands lýstu yfir furðu á henni og sögðu hana valdníðslu. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) mótmælir ákvörðuninni harðlega og segja hana ótímabæra. „Hvalveiðar eru ákaflega umdeilt mál á Íslandi og óánægjan með þær nær langt út fyrir landsteinanna. Þetta er því hagsmunamál sem varðar marga aðra en aðeins þá sem að þessum veiðum koma með einum eða öðrum hætti. Það er óboðleg stjórnsýsla að umboðslítill ráðherra taki svo afdrifaríka ákvörðun rétt eftir Alþingiskosningar og bindi þar með hendur næstu ríkisstjórna,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þá fordæma einnig ákvörðunina í yfirlýsingu Hvalavinir, Samtök grænkera á Íslandi og Samtök um dýravelferð á Íslandi og segja útgáfu leyfanna valdníðslu. Þá benda samtökin á að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skipaði fyrr á þessu ári starfshóp sem falið var að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Bjarni segir lög í gildi í landinu og það hafi síðast verið fjallað um þau í áliti umboðsmanns í fyrra. Það hafi borist umsókn til ráðuneytisins annars vegar um veiðar á langreyð og hins vegar um veiðar á hrefnu. „Þessi mál hafa fengið sína meðferð í ráðuneytinu og nú er komin niðurstaða eftir það, meðal annars eftir lögbundið umsagnarferli, og lög standa ekki til annars en að veita slík leyfi og nú höfum við afgreitt þessi mál.“ Ekki tilefni til að bíða eftir nýrri ríkisstjórn Bjarni segir ekki hafa verið tilefni til þess að bíða eftir því að ný ríkisstjórn tæki við til að gefa út þessi leyfi. „Þetta er ekki ákvörðun sem er neitt annað en venjuleg afgreiðsla í matvælaráðuneytinu. Það er ekkert athugavert við það að í starfsstjórn séu leyfisveitingar teknar til meðhöndlunar, vegna þess einfaldlega að það er bara verið að fylgja lögum um þessi mál.“ Í sjálfu sér sé engin ástæða til þess að bíða eftir því að annar ráðherra taki ákvarðanir á grundvelli sömu laga. Bjarni segir það að hvalveiðar séu hitamál í íslensku samfélagi ekki breyta því að það séu lög í landinu um veiðarnar og um stjórnsýslu. „Þegar menn bregða út af því sem lög og reglur kveða á um geta menn lent upp á kant við umboðsmann eins og hefur gerst núna tiltölulega nýlega,“ segir Bjarni og að umboðsmaður hafi þegar gert athugasemdir við nýlegar leyfisveitingar og sé með önnur tengd mál til athugunar. „Við höfum viljað vanda okkar stjórnsýslu og fylgja lögum og reglum um þessi efni.“ Atriði í reglugerð til endurskoðunar Bjarni segir að einnig tillit hafi verið tekið til dýraverndunarlaga við útgáfu leyfanna. „Það hefur verið fjallað um þau sjónarmið meðal annars við breytingar á reglugerðum sem um þessi efni gilda. Við þurfum að vera með þær í stöðugu endurmati og það hefur meðal annars verið farið fram á það að sum atriði sem eru í reglum og reglugerðum um veiðarnar verði tekin til endurskoðunar en það er vinna sem tekur lengri tíma.“ Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýstu í kjölfar ákvörðunarinnar yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. „Með því er lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins er gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar,“ segir í tilkynningu frá þeim þar sem ákvörðunin er kölluð valdníðsla. Vísar ásökunum um valdníðslu á bug Bjarni segir það valdníðslu þegar menn fylgja ekki lögum, beita vilja sínum þvert á vilja þings og fylgja ekki reglum. „Í þessu tilviki er verið að fylgja reglum. Það er verið að fara eftir þeim lögum sem um efnið gilda. Við erum hér að tala um það að nýta auðlindir í eigu okkar Íslendinga, til þess að skapa verðmæti, til þess að úr því verði verðmæt störf og útflutningstekjur þannig ég vísa því alfarið á bug.“ Fram kemur í tilkynningu stjórnarráðsins um útgáfu leyfanna að þau séu gefin út til fimm ára og það eigi að tryggja atvinnugreininni fyrirsjáanleika. Bjarni segir ekki hafa komið til greina að gefa út leyfin til styttri tíma. „Ég held það þurfi lágmarks fyrirsjáanleika fyrir alla atvinnustarfsemi og það má segja að í gegnum tíðina hafi það verið venjan að menn hafi að minnsta kosti fimm ár fyrir framan sig. Það var helst það sem ég leit til.“ Hann segir það ekki skipta máli að ný ríkisstjórn taki svo við, geti breytt lögum og afturkallað leyfið. Það sé eitthvað sem geti alltaf gerst. „Það á við um öll leyfi sem eru veitt á Íslandi, alls staðar vegna allrar starfsemi, að það veit enginn hvað framtíðarþing ákveður að gera. En nú vitum við hvað lögin í dag segja og um hvað þau fjalla. Á grundvelli laganna sem eru í gildi og reglnanna sem eru í gildi hafa leyfin verið gefin út reglulega á síðasta áratug. Síðast á þessu ári var gefið út leyfi til veiða á langreyði.“ Ákvörðun sem stenst skoðun Bjarni segist ekki hafa heyrt í þeim sem fengu leyfin. Hann sé sáttur við þessa ákvörðun. „Ég tel að hún standist vel skoðun og ég fagna því að þessu sé vel tekið af Akranesbæ og öðrum sem hafa lengi vonast eftir því að þessi starfsemi geti hafist að nýju,“ segir Bjarni að lokum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Fjórar fyrirliggjandi umsóknir til veiða á langreyðum og hrefnu eru til meðferðar í matvælaráðuneytinu á „faglegum grunni“. 3. desember 2024 11:00 „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. 2. desember 2024 17:23 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. 29. nóvember 2024 14:12 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Fjórar fyrirliggjandi umsóknir til veiða á langreyðum og hrefnu eru til meðferðar í matvælaráðuneytinu á „faglegum grunni“. 3. desember 2024 11:00
„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. 2. desember 2024 17:23
„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45
Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. 29. nóvember 2024 14:12