Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar 6. desember 2024 14:32 Aðventan er tími gleði, tilhlökkunar og samveru og sá tími árs sem við gerum einna best við okkur í mat og drykk. Aðventan og ótal skemmtilegir viðburðir sem henni tengjast ná gjarnan að brjóta upp drungalegt skammdegið og gera langþráða bið eftir vorinu mun bærilegri. Á aðventunni bjóða margir veitingastaðir upp á girnileg jólabrunch og jólahlaðborð og afhverju ekki að njóta í botn? Ég vil alveg ómögulega eyðileggja stemminguna og stuðið en minni nú samt á mikilvægi þess að hlúa að heilsunni um leið og við gerum vel við okkur í mat og drykk. Á aðventunni og yfir jól og áramót á alveg sérlega vel við máltækið góða: gangið hægt um gleðinnar dyr. Hvað er eiginlega „rétt“ þegar kemur að mataræði og góðum ráðum? Gríðarlegt magn af heilsutengdum fróðleik er að finna á samfélagsmiðlum. Til að þessi endalausu hollráð og heilsuvideó á samfélagsmiðlum nái að kveikja hjá okkur raunverulegan og varanlegan vilja til að bæta eigin lífsstíl, er nauðsynlegt að gefa sér aðeins tíma til að staldra við og leita svara inn á við. Hver er raunveruleg ástæða þess að ég vil gera breytingar á mataræði mínu og lífsstíl? Er það af því ég hef ekki orku til að gera allt það sem mig langar til? Finn ég fyrir bólgum, stirðleika og verkjum sem eru jafnvel farin að hafa neikvæð áhrif á það hvernig mér líður andlega? Er ég að ná góðum nætursvefni? Er ég of þung/ur? Hvert fór kynhvötin og hjálp! er einhver séns að ná henni til baka? Já, það er hægt. Með því að hlúa vel að þér og koma þér upp góðum heilsuvenjum hefur þú alla burði til þess að bæta lífsgæði þín marktækt með því t.d. að minnka bólgur, fækka aukakílóum og jafnvel að endurheimta kynhvötina. Skyndilausnir og aukakíló Þyngdarstjórnunarlyf eins og Ozempic og Wegovy hafa verið mikið í umræðunni sl. mánuði og jafnvel ár. Við sjáum þekktar Hollywood stjörnum skreppa saman og verða að nær engu og lækna keppast við að mæra lyfin. Þyngdarstjórnunarlyfin geta vissulega verið velkomin viðbót í baráttunni við þyngdarstjórnun, bæði fyrir einstaklinga sem glíma við sykursýki 2 og/eða alvarlega offitu. Gallinn er bara sá að alltof algengt er að lyfjunum sé ávísað á fólk sem þarf kannski ekki að missa nema örfá aukakíló. Ef þú ert í þeim hugleiðingum að fara á þessi lyf, eða ert jafnvel þegar að nota þau, er lyfið alveg nauðsynlegt? Mitt svar er einfalt og hreint NEI! Að mínu mati eru þyngdarstjórnunarlyf eins og Ozempic og Wegovy með öllu óþörf fyrir einstaklinga sem þurfa aðeins að léttast um nokkur kíló, og við jafnvel komin út á verulega varasamar brautir þegar farið er að ávísa lyfjum sem einhverri lausn við lífsstílstengdum sjúkdómum. Mun skynsamlegra er að nýta sér heilsusamlegri og náttúrulegri leiðir til að snúa við einkennum og sjúkdómum sem eingöngu eru tilkomin vegna þess að við erum ekki að borða nógu næringarríka fæðu eða of einhæfa, ekki að hreyfa okkur nóg, jafnvel að reykja og drekka í óhófi, eða ekki að huga nægjanlega vel að svefni og andlegri líðan. Reglubundin hreyfing og skynsamlegt og hollt blóðsykursjafnandi mataræði dregur úr offitu, sykursýki 2, bætir magasýrur og lækkar bæði blóðþrýsting og kólesteról, svo aðeins fátt eitt sé talið. Öll lyf, þ.m.t. þyngdarstjórnunarlyf, eru hjálpartæki sem eru í flestum tilfellum óþörf. Ef við erum svo heppin að geta hreyft okkur eða tekið ákvörðun um að næra okkur betur, þá klárlega er það skynsamlegri leið heldur en að reiða sig á kostnaðarsöm stungulyf. Þá tel ég það verulega umhugsunar- og aðfinnsluvert þegar við erum farin að ávísa tiltölulega nýjum lyfjum, sem lítil reynsla er komin á, á fólk undir fertugt, jafnvel börn, með þeim orðum að viðkomandi þurfi að vera á lyfinu til æviloka. Við skulum ekki gleyma því að ekki aðeins er tiltölulega stutt síðan lyf eins og Ozempic og Wegovy komu fyrst á markað, heldur eru nýjar aukaverkanir sífellt að koma í ljós og enn sem komið er engar langtímarannsóknir til staðar sem sýna fram á varanleg áhrif þeirra og afleiðingar á líkamlega heilsu okkar eða líkamsstarfsemi. Skammtímalaus eða varanlegur árangur Mundu líka að þyngdarstjórnunarlyfin hætta að virka þegar notkun á þeim er hætt. Rannsóknir sýna að flestir hætta á lyfjunum um ári eftir að byrjað er á þeim og jafnframt að aukakílóin eru þá fljót að hlaðast á aftur, og stundum reyndar gott betur en það, því þess eru mörg dæmi að fólk hafi orðið mun þyngra en það var við fyrstu sprautustungu. Hver er þá ávinningurinn og hver er áhættan? Er áhættan þess virði? Að iðka góða siði út lífið Út ævina erum við að læra eitthvað nýtt. Við lærum að lesa, hjóla og synda og svo lærum við flest okkar að vinna og mennta okkur í því fagi sem hugurinn stendur til. Við iðkum og iðkum þar til við erum orðin fær í að framkvæma og gera hlutina rétt. Afleiðingar að stytta sér leið Þannig er það líka með heilsuna. Þegar við finnum áþreifanlega fyrir því að þurfa beinlínis að gera róttækar breytingar á mataræði og lífsstíl, til að öðlast meiri orku og vellíðan, er mikilvægt að gefa sér tíma til að fræðast í stað þess að leita strax í skyndilausnir eins og lyf. Því lyfin kosta. Ekki aðeins fjármuni, heldur mögulega einnig heilsuna. Staðreyndin er sú að margir upplifa mikla vanlíðan á lyfjunum. Helstu aukaverkanir af þyngdarstjórnunarlyfjum eins og Ozempic, Wegovy og öðrum sambærilegum lyfjum tengjast meltingarfærum (ógleði, uppköst m.a.) og ganga vissulega oft yfir eftir stuttan tíma. En aðrar og alvarlegri aukaverkanir eru erfiðaðri við að eiga, þ.m.t. brisbólga, garnalömun, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. Þá hafa komið upp tilfelli erlendis þar sem dauðsföll eru beinlínis rakin til lyfjanna. Eins og áður segir skortir allar langtímarannsóknir á áhrifum lyfjanna, en vísbendingar eru um að þau geti ruglað meltingu og efnaskiptunum varanlega, þ.e. löngu eftir að notkun er hætt. Hættuleg markaðs- og peningaöfl Það er líka gott að hafa það ávallt á bak við eyrað, að þessum nýju þyngdarstjórnunarlyfjum fylgir sturluð markaðsetning. Það þarf ekki annað en smá leit á veraldarvefnum til að finna leiðbeiningar til lækna og heilbrigðisstarfsmanna um hvernig best er að næla sér í nýja kúnna, þ.e. finna nýja notendur fyrir lyfin. Við það að lesa þær leiðbeiningar rennur upp fyrir manni hrollkaldur veruleikinn, þ.e. hvað við erum í raun ótrúlega berskjölduð og ginnkeypt fyrir gylliboðum lyfjarisanna sem árlega eyða milljörðum ef ekki billjörðum í markaðsetningu nýrra lyfja. Staldraðu aðeins við Mig langar að biðja þig um að staldra aðeins við núna á aðventunni, gefa þér tíma til að fara inn á við og skoða núverandi heilsu og aðstæður með opnum og gagnrýnum huga. Það getur t.d. verið hjálplegt að setja upp á myndrænan hátt þau markmið sem þú hefur varðandi heilsu þína og lífsstíl, og skrifa niður plan um nákvæmlega hvernig þú ætlar þér að ná þínum markmiðum og bæta heilsu þína á árinu 2025 sem senn gengur í garð. Að vera vel undirbúinn og skipulagður, með skrifleg og raunhæf markmið, stóreykur árangur og velgengni. Gangi þér sem allra best á leið þinni að frískari og orkumeiri heilsu og líðan. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aðventan er tími gleði, tilhlökkunar og samveru og sá tími árs sem við gerum einna best við okkur í mat og drykk. Aðventan og ótal skemmtilegir viðburðir sem henni tengjast ná gjarnan að brjóta upp drungalegt skammdegið og gera langþráða bið eftir vorinu mun bærilegri. Á aðventunni bjóða margir veitingastaðir upp á girnileg jólabrunch og jólahlaðborð og afhverju ekki að njóta í botn? Ég vil alveg ómögulega eyðileggja stemminguna og stuðið en minni nú samt á mikilvægi þess að hlúa að heilsunni um leið og við gerum vel við okkur í mat og drykk. Á aðventunni og yfir jól og áramót á alveg sérlega vel við máltækið góða: gangið hægt um gleðinnar dyr. Hvað er eiginlega „rétt“ þegar kemur að mataræði og góðum ráðum? Gríðarlegt magn af heilsutengdum fróðleik er að finna á samfélagsmiðlum. Til að þessi endalausu hollráð og heilsuvideó á samfélagsmiðlum nái að kveikja hjá okkur raunverulegan og varanlegan vilja til að bæta eigin lífsstíl, er nauðsynlegt að gefa sér aðeins tíma til að staldra við og leita svara inn á við. Hver er raunveruleg ástæða þess að ég vil gera breytingar á mataræði mínu og lífsstíl? Er það af því ég hef ekki orku til að gera allt það sem mig langar til? Finn ég fyrir bólgum, stirðleika og verkjum sem eru jafnvel farin að hafa neikvæð áhrif á það hvernig mér líður andlega? Er ég að ná góðum nætursvefni? Er ég of þung/ur? Hvert fór kynhvötin og hjálp! er einhver séns að ná henni til baka? Já, það er hægt. Með því að hlúa vel að þér og koma þér upp góðum heilsuvenjum hefur þú alla burði til þess að bæta lífsgæði þín marktækt með því t.d. að minnka bólgur, fækka aukakílóum og jafnvel að endurheimta kynhvötina. Skyndilausnir og aukakíló Þyngdarstjórnunarlyf eins og Ozempic og Wegovy hafa verið mikið í umræðunni sl. mánuði og jafnvel ár. Við sjáum þekktar Hollywood stjörnum skreppa saman og verða að nær engu og lækna keppast við að mæra lyfin. Þyngdarstjórnunarlyfin geta vissulega verið velkomin viðbót í baráttunni við þyngdarstjórnun, bæði fyrir einstaklinga sem glíma við sykursýki 2 og/eða alvarlega offitu. Gallinn er bara sá að alltof algengt er að lyfjunum sé ávísað á fólk sem þarf kannski ekki að missa nema örfá aukakíló. Ef þú ert í þeim hugleiðingum að fara á þessi lyf, eða ert jafnvel þegar að nota þau, er lyfið alveg nauðsynlegt? Mitt svar er einfalt og hreint NEI! Að mínu mati eru þyngdarstjórnunarlyf eins og Ozempic og Wegovy með öllu óþörf fyrir einstaklinga sem þurfa aðeins að léttast um nokkur kíló, og við jafnvel komin út á verulega varasamar brautir þegar farið er að ávísa lyfjum sem einhverri lausn við lífsstílstengdum sjúkdómum. Mun skynsamlegra er að nýta sér heilsusamlegri og náttúrulegri leiðir til að snúa við einkennum og sjúkdómum sem eingöngu eru tilkomin vegna þess að við erum ekki að borða nógu næringarríka fæðu eða of einhæfa, ekki að hreyfa okkur nóg, jafnvel að reykja og drekka í óhófi, eða ekki að huga nægjanlega vel að svefni og andlegri líðan. Reglubundin hreyfing og skynsamlegt og hollt blóðsykursjafnandi mataræði dregur úr offitu, sykursýki 2, bætir magasýrur og lækkar bæði blóðþrýsting og kólesteról, svo aðeins fátt eitt sé talið. Öll lyf, þ.m.t. þyngdarstjórnunarlyf, eru hjálpartæki sem eru í flestum tilfellum óþörf. Ef við erum svo heppin að geta hreyft okkur eða tekið ákvörðun um að næra okkur betur, þá klárlega er það skynsamlegri leið heldur en að reiða sig á kostnaðarsöm stungulyf. Þá tel ég það verulega umhugsunar- og aðfinnsluvert þegar við erum farin að ávísa tiltölulega nýjum lyfjum, sem lítil reynsla er komin á, á fólk undir fertugt, jafnvel börn, með þeim orðum að viðkomandi þurfi að vera á lyfinu til æviloka. Við skulum ekki gleyma því að ekki aðeins er tiltölulega stutt síðan lyf eins og Ozempic og Wegovy komu fyrst á markað, heldur eru nýjar aukaverkanir sífellt að koma í ljós og enn sem komið er engar langtímarannsóknir til staðar sem sýna fram á varanleg áhrif þeirra og afleiðingar á líkamlega heilsu okkar eða líkamsstarfsemi. Skammtímalaus eða varanlegur árangur Mundu líka að þyngdarstjórnunarlyfin hætta að virka þegar notkun á þeim er hætt. Rannsóknir sýna að flestir hætta á lyfjunum um ári eftir að byrjað er á þeim og jafnframt að aukakílóin eru þá fljót að hlaðast á aftur, og stundum reyndar gott betur en það, því þess eru mörg dæmi að fólk hafi orðið mun þyngra en það var við fyrstu sprautustungu. Hver er þá ávinningurinn og hver er áhættan? Er áhættan þess virði? Að iðka góða siði út lífið Út ævina erum við að læra eitthvað nýtt. Við lærum að lesa, hjóla og synda og svo lærum við flest okkar að vinna og mennta okkur í því fagi sem hugurinn stendur til. Við iðkum og iðkum þar til við erum orðin fær í að framkvæma og gera hlutina rétt. Afleiðingar að stytta sér leið Þannig er það líka með heilsuna. Þegar við finnum áþreifanlega fyrir því að þurfa beinlínis að gera róttækar breytingar á mataræði og lífsstíl, til að öðlast meiri orku og vellíðan, er mikilvægt að gefa sér tíma til að fræðast í stað þess að leita strax í skyndilausnir eins og lyf. Því lyfin kosta. Ekki aðeins fjármuni, heldur mögulega einnig heilsuna. Staðreyndin er sú að margir upplifa mikla vanlíðan á lyfjunum. Helstu aukaverkanir af þyngdarstjórnunarlyfjum eins og Ozempic, Wegovy og öðrum sambærilegum lyfjum tengjast meltingarfærum (ógleði, uppköst m.a.) og ganga vissulega oft yfir eftir stuttan tíma. En aðrar og alvarlegri aukaverkanir eru erfiðaðri við að eiga, þ.m.t. brisbólga, garnalömun, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. Þá hafa komið upp tilfelli erlendis þar sem dauðsföll eru beinlínis rakin til lyfjanna. Eins og áður segir skortir allar langtímarannsóknir á áhrifum lyfjanna, en vísbendingar eru um að þau geti ruglað meltingu og efnaskiptunum varanlega, þ.e. löngu eftir að notkun er hætt. Hættuleg markaðs- og peningaöfl Það er líka gott að hafa það ávallt á bak við eyrað, að þessum nýju þyngdarstjórnunarlyfjum fylgir sturluð markaðsetning. Það þarf ekki annað en smá leit á veraldarvefnum til að finna leiðbeiningar til lækna og heilbrigðisstarfsmanna um hvernig best er að næla sér í nýja kúnna, þ.e. finna nýja notendur fyrir lyfin. Við það að lesa þær leiðbeiningar rennur upp fyrir manni hrollkaldur veruleikinn, þ.e. hvað við erum í raun ótrúlega berskjölduð og ginnkeypt fyrir gylliboðum lyfjarisanna sem árlega eyða milljörðum ef ekki billjörðum í markaðsetningu nýrra lyfja. Staldraðu aðeins við Mig langar að biðja þig um að staldra aðeins við núna á aðventunni, gefa þér tíma til að fara inn á við og skoða núverandi heilsu og aðstæður með opnum og gagnrýnum huga. Það getur t.d. verið hjálplegt að setja upp á myndrænan hátt þau markmið sem þú hefur varðandi heilsu þína og lífsstíl, og skrifa niður plan um nákvæmlega hvernig þú ætlar þér að ná þínum markmiðum og bæta heilsu þína á árinu 2025 sem senn gengur í garð. Að vera vel undirbúinn og skipulagður, með skrifleg og raunhæf markmið, stóreykur árangur og velgengni. Gangi þér sem allra best á leið þinni að frískari og orkumeiri heilsu og líðan. Höfundur er næringarfræðingur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun