Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf og Kjartan Ragnarsson skrifa 8. desember 2024 09:03 Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stríð er mikið í fréttunum þessa dagana. Á undanförnum árum hefur fjöldi vopnaðra átaka farið vaxandi í heiminum. Ýmsir langvarandi átakastaðir hafa séð auknar hörmungar á sama tíma og ný átök hafa blossað upp. Þetta fer ekki framhjá þeim sem lesa fréttirnar, en þrátt fyrir að átök fá mikla athygli, höfum við tekið eftir því að kynjasjónarmiðið er oft vanrækt í umræðunni. Með því glatast ákveðin heildarsýn, þar sem átök bitrna oft á annan hátt á konum en körlum. Konur verða til að mynda í meira mæli fyrir kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar til flótta. Í raun eru þær 70% allra tilfella. Í nýlegri skýrslu UN WOMEN kemur einnig fram að dauðsföll kvenna vegna stríðsátaka tvöfölduðust milli áranna 2022 og 2023, sem undirstrikar enn fremur þann gríðarlega skaða sem konur verða fyrir í tengslum við átök. Síðastliðinn september birti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sína árlegu úttekt á innleiðingu ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þar er varað við því að dregið hefur úr jákvæðum áhrifum ályktunarinnar, meðal annars vegna “stigmagnandi bakslags gegn kvenréttindum og kynjajafnrétti.” Ályktunin, sem upprunalega var samþykkt árið 2000 af öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna, hafði það markmið að viðurkenna sérstöðu kvenna þegar kemur að átökum og auka hlut þeirra í friðaruppbyggingu. Vanalega leiða karlmenn friðarsamræður, sem gjarnan veldur því að ekki er tekið tillit til þarfa kvenna í kjölfar átaka. Enn fremur skapa átök aðstæður þar sem kynbundið ofbeldi þrífst, bæði á vígvellinum og heima fyrir. Þar er ofbeldi í nánum samböndum ekki undanskilið, en rannsóknir hafa sýnt fram á skýra tengingu milli þess lags ofbeldis og stríðsátaka. Þessi tenging birtist á margvíslegan hátt en fyrst og fremst má nefna að stríðshrjáð samfélög leita gjarnan í stöðugleika hvar sem hann má finna. Það veldur því að hefðbundin viðhorf til kynjahlutverka styrkjast en það getur leitt til þess að kvenréttindi eru takmörkuð og konur festast frekar í hættulegum aðstæðum innan heimila sinna og utan. Enn fremur valda átök því að samfélög taka ofbeldi í meira mæli sem sjálfsögðum hlut og þannig fær ofbeldi í nánum samböndum að líðast án inngrips. Átök skapa þannig aðstæður þar sem konur eiga ekki einungis á hættu að verða fyrir árásum af hálfu átakaaðila, heldur þurfa margar þeirra einnig að þjást í samneyti við sína nánustu. Þetta er gjaldið sem þær greiða fyrir að vera konur á átakasvæðum. Í ljósi vaxandi átaka í heiminum er því mikilvægara nú en svo oft áður að upphefja raddir kvenna í baráttunni um frið. Markvissar árásir á konur og réttindi kvenna eru hins vegar ekki bundin við stríðshrjáð lönd, en eru banvænni í slíkum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að ræða áhrif stríðs út frá kynjasjónarmiðum svo stefnumótun og alþjóðleg viðbrögð geti tryggt öllum nauðsynlega vernd. Fyrrnefnd úttekt á ályktun 1325 um konur, frið og öryggi málar upp ógnvænlega mynd af stöðu mála þegar kemur að réttindum kvenna í friði og átökum. Það er mikilvægt að við tökum henni alvarlega og setjum fót fyrir þá þróun sem er að eiga sér stað. Höfundar eru ungmennafulltrúar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði kynjajafnréttis. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun