„Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. desember 2024 21:17 Baldur Ragnarsson er í toppmálum þessa dagana. Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann öruggan og nokkuð þægilegan útisigur í kvöld í nágrannaslag gegn Álftanesi, 77-97. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ánægður með varnarleikinn að þessu sinni. Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Sjá meira