Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 10:48 Björgunarsveitir eru víða í viðbragðsstöðu vegna vetrarveðursins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14. Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14.
Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira