Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 13:31 Ellie Roebuck kom til Barcelona í sumar en hefur nú loks spilað sinn fyrsta leik fyrir Evrópumeistarana. Getty/Florencia Tan Jun Enski landsliðsmarkvörðurinn Ellie Roebuck spilaði um helgina sinn fyrsta fótboltaleik í yfir 300 daga, þegar hún sneri aftur til keppni eftir að hafa fengið heilablóðfall. Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira