Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar 11. desember 2024 09:00 Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Andrés Pétursson Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun