Þingmaður myrtur í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 11:02 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. EPA/JOSE MENDEZ Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira