Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar 12. desember 2024 14:32 Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Hverskonar frelsi er það sem Viðreisn berst fyrir? Er það samskonar frelsi og hægriflokkarnir í Svíþjóð hafa barist fyrir og komið á undanfarna áratugi? Frelsi til aukinnar spillingar? Í kjölfar einkavæðinga innan opinbera geirans hefur Svíþjóð tapað stigum á spillingarvísitölunni og fá önnur lönd hafa haft jafn neikvæða þróun undanfarna áratugi. Opinber innkaup í sveitarfélögum og héruðum hafa sýnt sig vera áhættusvæði í þessu sambandi. Glæpamenn sölsa undir sig opinberar stofnanir, gengjaforingjar eiga dómshús, meðferðarheimili fyrir börn og heilsugæslustöðvar. Öfgamenn reka skóla og leikskóla. Embættismenn og ráðherrar fara beint frá stórfyrirtækjum sem lifa á velferðarkerfinu inn í stjórnarráðið. Listinn yfir áhættuþætti spillingarinnar er langur. Í Svíþjóð kalla hægriflokkarnir þetta „valfrelsi“, í flestum öðrum löndum kallast þetta spilling. Nýlega var alþjóðlegi dagurinn gegn spillingu. Þá tel ég að við ættum öll að hugleiða hvernig samfélag við höfum skapað í Svíþjóð skrifaði Óla Möller, þingmaður Sósíaldemokrata, nýlega í grein sem ég vitna í hér ofan og heldur áfram „Þar sem almannatenglar senda forsætisráðherra skilaboð og hrósa honum fyrir að hafa barist fyrir rétti ráðgjafa til að hagnast ótakmarkað á skólanemendum okkar. Þar sem lobbíistar einkaskóla eru ráðherrar. Þar sem sjóðir taka við fé til að skapa skoðanamyndun fyrir hægrimenn. Allt til að fara fram hjá þeim reglum sem stjórnmálamenn hafa sett. Þar sem vinir eru ráðnir í störf með miðum í móttökunni á umdæmisskrifstofunni í Stokkhólmi. Eða af hverju ekki vinir í lykilstöðu í stjórnarráðinu. Án miða. Vinir sem síðan telja að lög og reglur eigi ekki við um þá þegar kemur að öryggisprófunum. Spilling er eitur. Hún drepur traustið í samfélaginu og skapar frjóan jarðveg fyrir réttmæta tortryggni og vantraust. Sama hvaðan fólk kemur í heiminum, þá benda flestir á spillingu sem helsta hindrun lýðræðis, framfara og frelsis. Við skulum ekki lenda þar í Svíþjóð. Ein mikilvægasta auðlind okkar í landinu er traust okkar á hvert öðru og samfélaginu. Það er í allra hæsta máta þess virði að verja.” Ég kom til Svíþjóðar haustið 1976, sama dag og Svíar kusu yfir sig hægri stjórn í fyrsta sinn eftir næstum hálfrar aldar stjórnartíð sósíaldemókrata þar í landi. Ég kom til lands sem var hæst rankað í heiminum á nánast ölum sviðum, velferðarríki númer eitt og til fyrirmyndar hvert sem litið var. Helstu áherslur hægri flokkana í kosningabaráttunni 1976 var einmitt frelsi, frelsi frá háum sköttum með tilheyrandi aukningu einkavæðingar innan opinbera geirans. Þeir lögðu áherslu á aukið frelsi einstaklingsins til að velja í opinberri þjónustu, svo sem menntakerfi og í heilbrigðisþjónustu. Við vitum nú hvaða áhrif þessi vegferð hægrisins í Svíþjóð hafði á þróunina í landinu sem á engan hátt getur lengur státað af yfirburðum á þessu sviði, miklu frekar hið gagnstæða. Það er engin ástæða til að halda að þessi pólitík ímyndaðs frelsis hafi önnur áhrif á Íslandi en hún hafði í Svíþjóð. Ég vona svo sannarlega að Samfylkingu og Flokki fólksins takist að tala Viðreisn ofan af þessum nýfrjálshyggju hugmyndum og setji frekar lífsviðurværi þeirra verst settu í þjóðfélaginu á oddinn Í stjórnarmyndunar viðræðunum. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar