Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir og Guðrún Adolfsdóttir skrifa 13. desember 2024 10:01 Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum. Í umhverfi og hráum matvælum geta verið sjúkdómsvaldandi örverur (sýklar) sem geta valdið veikindum ef meðhöndlun er ekki rétt í allri matvælakeðjunni. Í þeirri keðju eru frumframleiðendur, ræktendur matjurta, bændur, aðilar sem starfa við eldi dýra, sláturhús, matvælaframleiðendur á öllum stigum, svo og flutningsaðilar, heildsalar, smásala matvæla, stóreldhús og mötuneyti. Það þarf mikla þekkingu til að framleiða matvæli sem eru örugg til neyslu m.a. varðandi val á hráefnum, rétta meðhöndlun, hitastýringu, aðferðir til að koma í veg fyrir krossmengun og aðferðafræði þrifa. Þetta er þekking sem stjórnendur og ábyrgðarmenn matvælafyrirtækja eða -stofnana þurfa að sjá til þess að starfsfólk fái með viðeigandi fræðslu. Miklar breytingar hafa orðið í matvælaframleiðslu á síðustu 50 til 100 árum. Áður voru fleiri sem borðuðu matvæli „beint frá býli“ í orðsins fyllstu merkingu, þ.e. matvælin voru ræktuð og matreidd á býli þeirrar fjölskyldu sem síðan neytti þeirra og var þá áhættan mun minni. Matvælaferlar eru orðnir miklu lengri og flóknari og matvæli fara um mun fleiri hendur. Langir framleiðslu- og flutningaferlar auka líkur á hættum ef meðhöndlunin frá býli til borðs er ekki fullnægjandi. Matvælaöryggismenning er nýlegt hugtak í löggjöf og reglugerðum um matvælaöryggi. Gerðar eru þær kröfur til matvælafyrirtækja að þau innleiði jákvæða matvælaöryggismenningu. Í því felst að stjórnendur matvælafyrirtækja þurfa að tryggja að hegðun við matvælaframleiðslu og matargerð sé ávallt rétt og að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru, án undantekninga. Starfsfólk sem starfar í greininni þarf að fá fullnægjandi fræðslu og þjálfun. Starfsumhverfið þarf að vera viðunandi með tilliti til aðstöðu, búnaðar og áhalda, og það þarf að vera regluleg sannprófun á að verkferlar og meðhöndlun sé í lagi, m.a. með innri úttektum og sýnatökum. Að öðrum kosti er ekki hægt að gera ráð fyrir að um ábyrga matvælaframleiðslu sé að ræða. Fæstar matarsýkingar ná eyrum almennings og við fáum yfirleitt einungis fréttir af stórum hópsýkingum. Sömu sögu má segja um langtímaáhrif matarsýkinga. En tilfellin eru mörg og misalvarleg. Við sem komum daglega að matvælaöryggi í okkar störfum með einum eða öðrum hætti, sjáum fjölmörg tækifæri þar sem hægt er að gera betur. Allt frá frekari forvörnum að aukinni eftirfylgni og meiri fræðslu. Þetta er lýðheilsumál er varðar almannahag og því mikilvægt að stjórnendur skuldbindi sig til þess að innleiða jákvæða matvælaöryggismenningu í því fyrirtæki eða þeirri stofnun sem þeir bera ábyrgð á. Höfundar eru Hanna Lóa Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sýnis og Guðrún Adolfsdóttir ráðgjafi og matvælafræðingur hjá Sýni.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun