Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2024 15:58 Valtýr Thors er yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum. Vísir/Arnar Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30