Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 20:44 Líf hefur sínar efasemdir fyrirtækjaleikskólana. vísir/vilhelm Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“ Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira