Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 22:32 LeBron James ásamt syni sínum Bronny á leik Los Angeles Lakers um síðustu helgi. Vísir/Getty LeBron James er kominn í leyfi hjá liði Los Angeles Lakers af persónulegum ástæðum. Ummæli James um margfrægar veislur rapparans Diddy hafa verið rifjuð upp í tengslum við fjarveru hans. LeBron James var fjarverandi þegar Los Angeles Lakers mætti Portland Trail Blazers um síðustu helgi og var sagt að hann væri að glíma við meiðsli. Þegar ekki sást til James á æfingum í vikunni staðfesti þjálfarinn JJ Reddick að James væri kominn í leyfi. „LeBron er ekki með liðinu akkúrat núna. Hann er fjarverandi af persónulegum ástæðum, hann er í leyfi,“ sagði Reddick og bætti við að enginn tímarammi væri til varðandi endurkomu hins tæplega fertuga James. Fréttirnir af fjarveru James komu sama dag og MMA bardagakappinn Colby Covington birti myndband á Instagram þar sem hann velti fyrir sér tengslum LeBron við rapparann Diddy sem handtekinn var í september vegna gruns um mansal. BREAKING: MMA fighter and huge Donald Trump fan Colby Covington just called out LeBron James for his ties to Diddy.“Lebron, you’re a f**cking scumbag and I hope you get locked up in the same cell as Diddy.” pic.twitter.com/OmeHdpznm4— TaraBull (@TaraBull808) December 12, 2024 „Hey, það vita allir að það er ekkert partý eins og Diddy-partý,“ segir James í myndbandi sem fór í dreifingu í september og Covington birti í vikunni. „Hvað er LeBron að meina með þessu? Hversu mörg Diddy-partý hefur hann farið í?“ spurði Covington síðan á blaðamannafundi á miðvikudag. „Fannst þetta gott tækifæri til að fá hvíld“ Rapparinn Diddy var eins og frægt er orðið handtekinn í september og bendlaður við mansal. Hann er einnig sakaður um að byrla og nauðga ungum konum og á yfir höfði sér meira en eitt hundrað ákærur. Hann hefur neitað sök. Þá hefur mikið verið skrifað um hin svokölluð Diddy-partý sem margar stórstjörnur eiga að hafa sótt en sagt er að partýin hafi breyst í stórar kynlífsorgíur og stóðu sum þeirra yfir í marga daga. Á samfélagsmiðlum hafa ýmsir velt upp tengslum á milli LeBron og Diddy og jafnvel verið ýjað að því hvort LeBron muni einfaldlega leggja skóna á hilluna í kjölfarið á umræðunni. So LeBron just left the Lakers because he needs a break and the team doesn’t know when he’s coming back?! Interesting timing given all the Diddy revelations and the fact that LeBron’s on video bragging about how great Diddy parties are.— Clay Travis (@ClayTravis) December 13, 2024 LeBron James, a close friend of Diddy, is stepping away from playing for the Lakers for "personal reasons" during what’s been his worst season yet. Struggling both on and off the court, LeBron has faced heavy criticism for attending Diddy’s parties, while his media company lost… pic.twitter.com/nL5YvM6Rzl— Shadow of Ezra (@ShadowofEzra) December 12, 2024 LeBron sjálfur hefur ekkert tjáð sig um umrætt myndband síðan það fór í dreifingu eftir handtöku Diddy í september. Þjálfarinn JJ Reddick segist vera í stöðugu sambandi við James og segir mikilvægt að stjórna álaginu á stórstjörnuna sem er orðinn fertugur. „Við verðum að vera meðvitaðir um uppsöfnuð áhrif þess að við erum að spila fleiri og fleiri leiki, Hann er slæmur í fætinum og okkur fannst þetta gott tækifæri fyrir hann að fá hvíld.“ Í nóvember tilkynnti Lebron James að hann væri hættur á samfélagsmiðlum. Það var ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. Skipt til Warriors? Þá hefur James verið orðaður við skipti frá Los Angeles Lakers en Golden State Warriors eru sagðir vera áhugasamir um að fá James til liðs við sig og mynda teymi með Steph Curry. LeBron, Curry og Steve Kerr þjálfari Warriors unnu saman gullverðlaun á Ólympíuleikunum í sumar en James er með klásúlu í samningi sínum sem kemur í veg fyrir að Lakers geti skipt honum til annars liðs nema hann hafi frumkvæði að því sjálfur. Í haust uppfyllti LeBron James draum sinn þegar hann spilaði NBA leik ásamt syni sínum Bronny en Lakers valdi strákinn í nýliðavalinu í sumar. Bronny er nú kominn í G-deildar lið Lakers en deildin er nokkurs konar þróunardeild fyrir leikmenn sem ekki fá spilatíma í NBA-deildinni. Bronny mun líklega flakka á milli NBA-deildarinnar og G-deildarinnar á tímabilinu. NBA Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
LeBron James var fjarverandi þegar Los Angeles Lakers mætti Portland Trail Blazers um síðustu helgi og var sagt að hann væri að glíma við meiðsli. Þegar ekki sást til James á æfingum í vikunni staðfesti þjálfarinn JJ Reddick að James væri kominn í leyfi. „LeBron er ekki með liðinu akkúrat núna. Hann er fjarverandi af persónulegum ástæðum, hann er í leyfi,“ sagði Reddick og bætti við að enginn tímarammi væri til varðandi endurkomu hins tæplega fertuga James. Fréttirnir af fjarveru James komu sama dag og MMA bardagakappinn Colby Covington birti myndband á Instagram þar sem hann velti fyrir sér tengslum LeBron við rapparann Diddy sem handtekinn var í september vegna gruns um mansal. BREAKING: MMA fighter and huge Donald Trump fan Colby Covington just called out LeBron James for his ties to Diddy.“Lebron, you’re a f**cking scumbag and I hope you get locked up in the same cell as Diddy.” pic.twitter.com/OmeHdpznm4— TaraBull (@TaraBull808) December 12, 2024 „Hey, það vita allir að það er ekkert partý eins og Diddy-partý,“ segir James í myndbandi sem fór í dreifingu í september og Covington birti í vikunni. „Hvað er LeBron að meina með þessu? Hversu mörg Diddy-partý hefur hann farið í?“ spurði Covington síðan á blaðamannafundi á miðvikudag. „Fannst þetta gott tækifæri til að fá hvíld“ Rapparinn Diddy var eins og frægt er orðið handtekinn í september og bendlaður við mansal. Hann er einnig sakaður um að byrla og nauðga ungum konum og á yfir höfði sér meira en eitt hundrað ákærur. Hann hefur neitað sök. Þá hefur mikið verið skrifað um hin svokölluð Diddy-partý sem margar stórstjörnur eiga að hafa sótt en sagt er að partýin hafi breyst í stórar kynlífsorgíur og stóðu sum þeirra yfir í marga daga. Á samfélagsmiðlum hafa ýmsir velt upp tengslum á milli LeBron og Diddy og jafnvel verið ýjað að því hvort LeBron muni einfaldlega leggja skóna á hilluna í kjölfarið á umræðunni. So LeBron just left the Lakers because he needs a break and the team doesn’t know when he’s coming back?! Interesting timing given all the Diddy revelations and the fact that LeBron’s on video bragging about how great Diddy parties are.— Clay Travis (@ClayTravis) December 13, 2024 LeBron James, a close friend of Diddy, is stepping away from playing for the Lakers for "personal reasons" during what’s been his worst season yet. Struggling both on and off the court, LeBron has faced heavy criticism for attending Diddy’s parties, while his media company lost… pic.twitter.com/nL5YvM6Rzl— Shadow of Ezra (@ShadowofEzra) December 12, 2024 LeBron sjálfur hefur ekkert tjáð sig um umrætt myndband síðan það fór í dreifingu eftir handtöku Diddy í september. Þjálfarinn JJ Reddick segist vera í stöðugu sambandi við James og segir mikilvægt að stjórna álaginu á stórstjörnuna sem er orðinn fertugur. „Við verðum að vera meðvitaðir um uppsöfnuð áhrif þess að við erum að spila fleiri og fleiri leiki, Hann er slæmur í fætinum og okkur fannst þetta gott tækifæri fyrir hann að fá hvíld.“ Í nóvember tilkynnti Lebron James að hann væri hættur á samfélagsmiðlum. Það var ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. Skipt til Warriors? Þá hefur James verið orðaður við skipti frá Los Angeles Lakers en Golden State Warriors eru sagðir vera áhugasamir um að fá James til liðs við sig og mynda teymi með Steph Curry. LeBron, Curry og Steve Kerr þjálfari Warriors unnu saman gullverðlaun á Ólympíuleikunum í sumar en James er með klásúlu í samningi sínum sem kemur í veg fyrir að Lakers geti skipt honum til annars liðs nema hann hafi frumkvæði að því sjálfur. Í haust uppfyllti LeBron James draum sinn þegar hann spilaði NBA leik ásamt syni sínum Bronny en Lakers valdi strákinn í nýliðavalinu í sumar. Bronny er nú kominn í G-deildar lið Lakers en deildin er nokkurs konar þróunardeild fyrir leikmenn sem ekki fá spilatíma í NBA-deildinni. Bronny mun líklega flakka á milli NBA-deildarinnar og G-deildarinnar á tímabilinu.
NBA Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira