Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. desember 2024 22:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að búast megi við víðtækum vöruhækkunum eftir áramót. Stöð 2 Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“ Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“
Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55