Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Rafn Ágúst Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. desember 2024 19:16 Faraldur RS-veiru hefur verið sérstaklega þungur þetta árið. Vísir Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46