30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 19:38 Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ. Vísir/einar Um 30 ætlaðir þolendur mansals Quang Lé búa nú við mikla óvissu þegar einungis nokkrir mánuðir eru eftir af gildistíma dvalarleyfa þeirra hér á landi. Sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum segir mikilvægt að stjórnvöld stígi inn í. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, segir að takmörkuð svör berist frá stjórnvöldum um framhaldið fyrir meinta þolendur Quang Lé sem hefur verið sakaður um mansal og peningaþvætti. Níu mánuðir eru síðan að lögreglan greip til umfangsmikilla aðgerða gegn fyrirtækjum í eigu Quang Lé, áður Davíð Viðarsson, vegna gruns um ólöglega starfsemi. Allir þolendurnir með vinnu Dvalarleyfi þolenda mun renna út á næstu þremur til fjórum mánuðum. Að sögn Sögu lifa ætlaðir þolendur við mikla óvissu og óöryggi. Mikilvægt sé að stjórnvöld standi með þolendum mansals. „Það sem þau hafa fyrst og fremst áhyggjur af er dvalarleyfisstaða þeirra og hvað verður um dvalarleyfin. Þau eru með vinnu. Það tókst að aðstoða þau við að finna vinnu og þau voru reyndar mjög dugleg sjálf í atvinnuleit. Það tókst að koma þeim í var tímabundið.“ Við núverandi fyrirkomulag gildir dvalarleyfi fólks sem hefur þolað mansal hér á landi í tólf mánuði. Saga segir það mikilvægt að tryggja þolendum mansals frekari vernd. „Það skiptir líka svo miklu máli fyrir framtíðina og fyrir þennan málaflokk til frambúðar. Við getum ekki ætlast til þess að þolendur misneytingar og mansals leiti til okkar og segi okkur frá þessum glæpum sem þetta eru ef að við tryggjum þeim ekki öryggi. Þetta er nátengt og þetta eru tvær hliðar á sama peningnum í rauninni. Það er vernd þolenda og svo að geta upprætt eða barist gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Málið hafi fordæmisgildi Stjórnvöld hafi heitið því í upphafi málsins fyrir níu mánuðum að þolendur þyrftu ekki að óttast kerfið og ekki heldur um stöðu sína hér á landi. Síðan þá hafi fá svör fengist um framhaldið. „Í byrjun voru skilaboðin til þeirra: Þið getið treyst okkur, þið verðið ekki send úr landi. Það er bara svo mikilvægt að við höldum því trausti. Ekki bara fyrir þennan hóp þó að vissulega sé réttlæti fólgið í því að aðstoða þau að vera áfram í landinu og að aðstæður þeirra séu ekki verri eftir okkar aðkomu að málinu. Þetta mál hefur fordæmisgildi. Sama á hvorn veginn það fer. Þetta er bara spurning hvort við ætlum að skapa gott fordæmi eða slæmt fordæmi en þetta er auðvitað umfangsmesta og opinberasta mansalsmál sem hefur komið upp.“ Saga biðlar til nýrrar ríkisstjórnar að standa vel að verki. „Núna er tíminn og það væri bara mikið tækifæri í því fyrir ný stjórnvöld og fyrir nýja stjórn og nýja ráðherra yfir þessum málaflokkum þar vinnumarkaðs- og dómsmálaráðherra að stíga svolítið ákveðið inn í og ákveða að gera vel þarna.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Matur Mansal Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira