Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 08:05 Odee er hvergi af baki dottinn. Odee Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna. Dómstóll í Lundúnum félls í nóvember á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur Odee vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólann í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Dómurinn taldi vefsíðuna hvorki hafa falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Því var fallist á kröfur Samherja án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í málinu. Bauð Odee að greiða eitt pund Í frétt Ríkisútvarpsins í gær er haft eftir tilkynningu frá Samherja að dómari hæstaréttar í Lundúnum hafi hafnað áfrýjunarbeiðni Odees en að hann hefði þrjár vikur til að skjóta þeirri ákvörðun til æðsta dómstóls Bretlandseyja. Odee hafi enn á ný hafnað sáttabeiðni fyrirtækisins, sem hafi boðist til að fella niður málið gegn því að hann hætti notkun á hugverki fyrirtækisins og greiddi því eitt pund í málamyndabætur. Vill nú 200 þúsund pund Í fréttatilkynningu frá Odee segir að daginn fyrir fyrirtöku í málinu í gær hafi Samherji boðist til þess að fella niður allar kröfur um málskostnað, gegn því að hann félli frá áfrýjun. Hann hafi afþakkað boðið og þá hafi Samherji krafið hann um 200 þúsund pund, 35 milljónir króna, í málskostnað. „Þvingandi útspil sem sem er í hrópandi mótsögn við fyrri tilboð Samherja. Þetta virðist ekki vera neitt annað en tilraun til þess að ógna mér og þagga niður í mér vegna gagnrýni minnar í þeirra garð vegna Namibíumálsins [e. Fishrot scandal].“ Hluti af taktík Samherja Odee segir að í þessu samhengi sé háttsemi Samherja gagnvart honum ekki einungis móðgandi heldur til marks um taktík félagsins til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á breiðum grunni. „Þessi skyndilega krafa um okurmálskostnað ýtir undir þá ímynd að málaferlunum sé ætlað að ógna mér, til þess að draga úr umræðu um samfélagslega ábyrgð félagsins.“ Niðurstaða dómsins í gær hafi verið sú að fallast á skyldu Odees til að greiða hluta málskostnaðar Samherja en greiðslu hafi verið frestað þangað til niðurstaða hefur verið fengin um áfrýjun. Þá hafi Samherji fallið frá kröfu sinni sem sneri að brotum á hugverkarétti félagsins og dómurinn hafi dæmt félagið til að bera málskostnað hvað þann hluta málsins varðar. Odee muni áfrýja málinu og halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti. Samherjaskjölin Bretland Höfundar- og hugverkaréttur Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42 Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Dómstóll í Lundúnum félls í nóvember á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur Odee vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólann í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Dómurinn taldi vefsíðuna hvorki hafa falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Því var fallist á kröfur Samherja án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í málinu. Bauð Odee að greiða eitt pund Í frétt Ríkisútvarpsins í gær er haft eftir tilkynningu frá Samherja að dómari hæstaréttar í Lundúnum hafi hafnað áfrýjunarbeiðni Odees en að hann hefði þrjár vikur til að skjóta þeirri ákvörðun til æðsta dómstóls Bretlandseyja. Odee hafi enn á ný hafnað sáttabeiðni fyrirtækisins, sem hafi boðist til að fella niður málið gegn því að hann hætti notkun á hugverki fyrirtækisins og greiddi því eitt pund í málamyndabætur. Vill nú 200 þúsund pund Í fréttatilkynningu frá Odee segir að daginn fyrir fyrirtöku í málinu í gær hafi Samherji boðist til þess að fella niður allar kröfur um málskostnað, gegn því að hann félli frá áfrýjun. Hann hafi afþakkað boðið og þá hafi Samherji krafið hann um 200 þúsund pund, 35 milljónir króna, í málskostnað. „Þvingandi útspil sem sem er í hrópandi mótsögn við fyrri tilboð Samherja. Þetta virðist ekki vera neitt annað en tilraun til þess að ógna mér og þagga niður í mér vegna gagnrýni minnar í þeirra garð vegna Namibíumálsins [e. Fishrot scandal].“ Hluti af taktík Samherja Odee segir að í þessu samhengi sé háttsemi Samherja gagnvart honum ekki einungis móðgandi heldur til marks um taktík félagsins til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á breiðum grunni. „Þessi skyndilega krafa um okurmálskostnað ýtir undir þá ímynd að málaferlunum sé ætlað að ógna mér, til þess að draga úr umræðu um samfélagslega ábyrgð félagsins.“ Niðurstaða dómsins í gær hafi verið sú að fallast á skyldu Odees til að greiða hluta málskostnaðar Samherja en greiðslu hafi verið frestað þangað til niðurstaða hefur verið fengin um áfrýjun. Þá hafi Samherji fallið frá kröfu sinni sem sneri að brotum á hugverkarétti félagsins og dómurinn hafi dæmt félagið til að bera málskostnað hvað þann hluta málsins varðar. Odee muni áfrýja málinu og halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti.
Samherjaskjölin Bretland Höfundar- og hugverkaréttur Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42 Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42
Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12