Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn.
Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju.
Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það.
„Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn.
You guys want to see a cheap sports organization?
— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024
In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.
😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5
Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni.
Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp.