Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 09:42 Viðræður Ingu Sæland, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, hafa staðið yfir frá því skömmu eftir kosningar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira