Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:03 Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar