Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:03 Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eru tveir mjög ólíkir veruleikar. Jól á tímum þegar sólin sést varla lætur jólaljósin skapa mikla tilbreytingu og lyfta fólki upp. Jól, jólaljós og skraut í sól hér í Ástralíu eru hinsvegar meiri viðbót við mikla birtu sólar. Fyrstu tvö þrjú árin reyndi ég að skapa skammdegis áhrif með að draga gluggatjöldin fyrir birtuna. Svo sá ég að það væri svo vitlaust og aðlagaðist veruleikanum hér. Á Íslandi minna tíma fóru jólaljósin yfir Laugaveginn og Austurstræti ekki upp fyrr en fyrst í desember. En hér eru jólatréin með ljósum komin upp í sólinni í október. Jóla tíðin er fram í febrúar mars. Það eru allt annarskonar hughrif ogáhrif. Þessi hugsun kom upp í mér og ég segi það stundum við fólk í verslunarmiðstöðinni: Hvað myndi Jesú segja? Ef við gætum spurt hann í dag hvað honum fyndist um það hvernig við höldum upp á afmælið hans öll þessi ár? Svo bæti ég því við, að hvað sem það svar yrði? Þá væru þau alla vega einskonar tilbreyting til að brjóta upp hið oft gráa hversdagslíf. Og auðvitað fengu flestir á Íslandi, og við fjölskyldan flott jól með pökkum og fínum gjöfum og góðum mat. Allt gert í réttri röð. Allir ættu að hafa matinn tilbúinn klukkan sex þegar kirkjuklukkur hringdu inn þá tilkynningu að nú byrjuðu jólin. Það þýddi auðvitað að meirihluti þjóðarinnar varð þjálfaður í að tímastilla eldun rétt, fyrir allt að vera rétt eldað á mínútunni sem það væri sett á borðið og allir byrjuðu að njóta matarins. Eftir að búið var að þvo upp og ganga frá, eða setja allt í uppþvottavélina. Þá mátti byrja að lesa upp nöfnin á pökkunum og afhenda og þiggjendur að opna sína pakka. Þegar ég hugsa um það núna, var það á við einskonar heraga sem við upplifðum samt ekki þannig, né hugsuðum þannig þá. Hér er allt opið um hvenær jól eða aðrar trúarhátíðir hefjist. Engar almennar kirkjuklukkur hringja þau inn. Dæmið er mun afslappaðra hvað það snertir. Sumir taka jólamáltíðina á ströndina, eða annan stað í náttúrunni og njóta hennar þar í léttum klæðnaði. Samt er það auðvitað viss hluti Áströlsku þjóðarinnar sem hefur slíkt heima hjá sér af því að þeim líkar að hafa það þannig. Eins og var og væri enn á Íslandi, þegar veður og myrkur býður nú ekki beint upp á slíkar kringumstæður. Fæðing Jesú var og er enn notuð og ætluð til að lyfta hugum mannkyns. Kannski meira í löndum eins og á Íslandi sem er dimmt mest allan daginn á þeim tíma árs sem afmælið er haldið. Hvað honum myndi finnast um efnisgæða eltingarleiks hegðunina væri fróðlegt að heyra? Læt þetta svo duga núna um það, og óska öllum Gleðilegra Jóla og ánægjulegs og farsæls árs 2025... Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar