Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar 20. desember 2024 12:00 Nýlega fór í loftið hlaðvarp þar sem Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum ræddi um hlutverk kólesteróls í tilurð hjarta-og æðasjúkdóma. Skemmst er frá því að segja að hlaðvarpið vakti mikla athygli bæði í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið kom upp nokkur gagnrýni þar sem bent er á að verið sé að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu sem og kólesteról. Það er ágætt að rifja upp orðið “upplýsingaóreiða” en hugtakið felur í sér misupplýsingar, rangupplýsingar og meinupplýsingar þar sem röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt, hvort ætlunin sé sú eða ekki. En ef við skoðum það sem Axel hafði að segja, var raunverulega um svokallaða upplýsingaóreiðu að ræða? Megininntakið var það að fituflutningskerfi líkamans er gríðarlega flókið fyrirbæri þar sem margir þættir spila saman og þegar upp er staðið skiptir meira máli að tileinka sér hreint mataræði til að viðhalda heilbrigði, frekar en að einblína sérstaklega á að lækka LDL kólesteról, sem til mikillar einföldunar hefur verið nefnt “slæma kólesterólið”. Skoðum þessa punkta aðeins nánar. Einn stór annmarki á rannsóknum er tengjast næringu og næringarinntöku er að það er gríðarlega erfitt að framkvæma þær á þann hátt að hægt sé að segja til með algjörri vissu um hvort ákveðnir hlutir valdi skaða eða séu hjálplegir. Gjarnan er um að ræða faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem spurningalistar eru notaðir til að fá einstaklinga til að áætla inntöku vissra næringarefna og matvæla yfir langt tímabil og gefur að skilja að slíkar rannsóknaraðferðir geta haft í för með sér töluvert mikla skekkju. Sumar rannsóknir sýna t.a.m. allt að 25% skekkju þegar inntaka fólks er skoðuð til móts við það hvað einstaklingar telja sig borða undir stýrðum aðstæðum, sbr. https://doi.org/10.1017/S0007114514000154. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að faraldsfræðilegar rannsóknir geta aldrei sagt til um orsakasamband heldur eingöngu gefið til kynna fylgni á milli breyta sem þar eru skoðaðar. Það kemur því ekki á óvart að hægt sé að finna faraldsfræðilegar rannsóknir og meta-greiningar sem sýna bæði fram á fylgni milli neyslu mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma líkt og komið hefur fram í umfjöllun næringar- og lýðheilsufræðinga en einnig aðrar sem sýna ekki fram á slík tengsl. Ekki þarf að leita langt til að finna þrjár stórar rannsóknir birtar í The American Journal of Clinical Nutrition (https://doi.org/10.3945/ajcn.2009.27725), BMJ (https://doi.org/10.1136/bmj.h3978) og The Lancet (https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(17)32252-3/fulltext) sem sýna engin tengsl á milli neyslu mettaðrar fitu annars vegar og hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Þegar misræmi af þessu tagi kemur upp í rannsóknum gefur auga leið að erfitt er að taka skýra afstöðu til áhrifa þeirrar breytu sem verið er að skoða. Þetta hefur leitt til þess að sérfræðingar hafa um árabil deilt um hvort réttlætanlegt se að ráðleggja fólki að takmarka neyslu mettaðrar fitu, og ef svo er, hvað eigi þá að koma í staðinn. En hvað skiptir þá máli? Ef skoðuð er úrvinnsla gagna úr stórum rannsóknum á borð við Framingham og MESA kemur í ljós að HDL kólesteról (þetta “góða”) og þríglýseríð magn í blóði er allt að fjórfalt betra til að spá fyrir um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum heldur en LDL kólesteról eitt og sér. Með tíð og tíma hefur síðan komið í ljós að hátt HDL er ekki beint verndandi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma heldur eru almennt heilbrigðari einstaklingar sem fá sjaldnar kransæðaþrengingar líklegri til að hafa hátt HDL. Lágt þríglýseríð magn í blóði er síðan annar þáttur sem endurspeglar oft á tíðum vel hversu efnaskiptalega heilbrigðir einstaklingar eru. Þá eru einstaklingar með slæma blóðsykurstjórnun eða lága súrefnisupptöku einnig líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma heldur en þau sem hafa þessa þætti í lagi https://doi.org/10.1001/jamanetworkopen.2018.3605. Við getum haldið áfram að eyða tíma í að ræða fram og til baka um rannsóknir sem tengja blóðfitur með einum eða öðrum hætti við hjarta- og æðasjúkdóma, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá virðist skipta mestu máli að vera efnaskiptalega heilbrigð(ur), viðhalda góðum vöðvamassa og úthaldi og sofa vel. Þegar kemur að næringu má álykta að það sem skili hvað mestum ávinningi sé hreint og óunnið fæði sem næst upprunanum þar sem lögð er áhersla á að borða í takt við orkuþarfir og ná inn nægilega miklu magni prótína. Axel hvatti ekki til aukinnar neyslu mettaðrar fitu en benti á að varasamt sé að setja slíkar fitusýrur undir einn og sama hatt, horfa þurfi á matinn sjálfann, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Upprunaleg skilaboð Axels, að borða í takt við það að viðhalda heilbrigði frekar en endilega til þess að lækka LDL kólesteról hljóma því ekkert svo fjarstæðukennd, eða hvað? Ef markmiðið er að bæta heilsu þjóðarinnar og draga úr hjarta- og æðasjúkdómum væri því vænlegast til árangurs að taka undir þessa hvatningu Axels F. Sigurðssonar, sérfræðings í hjartalækningum. Höfundur er áhugamaður um almenna heilsu og kólesteról. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlega fór í loftið hlaðvarp þar sem Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjarta- og lyflækningum ræddi um hlutverk kólesteróls í tilurð hjarta-og æðasjúkdóma. Skemmst er frá því að segja að hlaðvarpið vakti mikla athygli bæði í fjölmiðlum sem og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið kom upp nokkur gagnrýni þar sem bent er á að verið sé að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu sem og kólesteról. Það er ágætt að rifja upp orðið “upplýsingaóreiða” en hugtakið felur í sér misupplýsingar, rangupplýsingar og meinupplýsingar þar sem röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt, hvort ætlunin sé sú eða ekki. En ef við skoðum það sem Axel hafði að segja, var raunverulega um svokallaða upplýsingaóreiðu að ræða? Megininntakið var það að fituflutningskerfi líkamans er gríðarlega flókið fyrirbæri þar sem margir þættir spila saman og þegar upp er staðið skiptir meira máli að tileinka sér hreint mataræði til að viðhalda heilbrigði, frekar en að einblína sérstaklega á að lækka LDL kólesteról, sem til mikillar einföldunar hefur verið nefnt “slæma kólesterólið”. Skoðum þessa punkta aðeins nánar. Einn stór annmarki á rannsóknum er tengjast næringu og næringarinntöku er að það er gríðarlega erfitt að framkvæma þær á þann hátt að hægt sé að segja til með algjörri vissu um hvort ákveðnir hlutir valdi skaða eða séu hjálplegir. Gjarnan er um að ræða faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem spurningalistar eru notaðir til að fá einstaklinga til að áætla inntöku vissra næringarefna og matvæla yfir langt tímabil og gefur að skilja að slíkar rannsóknaraðferðir geta haft í för með sér töluvert mikla skekkju. Sumar rannsóknir sýna t.a.m. allt að 25% skekkju þegar inntaka fólks er skoðuð til móts við það hvað einstaklingar telja sig borða undir stýrðum aðstæðum, sbr. https://doi.org/10.1017/S0007114514000154. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að faraldsfræðilegar rannsóknir geta aldrei sagt til um orsakasamband heldur eingöngu gefið til kynna fylgni á milli breyta sem þar eru skoðaðar. Það kemur því ekki á óvart að hægt sé að finna faraldsfræðilegar rannsóknir og meta-greiningar sem sýna bæði fram á fylgni milli neyslu mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma líkt og komið hefur fram í umfjöllun næringar- og lýðheilsufræðinga en einnig aðrar sem sýna ekki fram á slík tengsl. Ekki þarf að leita langt til að finna þrjár stórar rannsóknir birtar í The American Journal of Clinical Nutrition (https://doi.org/10.3945/ajcn.2009.27725), BMJ (https://doi.org/10.1136/bmj.h3978) og The Lancet (https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(17)32252-3/fulltext) sem sýna engin tengsl á milli neyslu mettaðrar fitu annars vegar og hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Þegar misræmi af þessu tagi kemur upp í rannsóknum gefur auga leið að erfitt er að taka skýra afstöðu til áhrifa þeirrar breytu sem verið er að skoða. Þetta hefur leitt til þess að sérfræðingar hafa um árabil deilt um hvort réttlætanlegt se að ráðleggja fólki að takmarka neyslu mettaðrar fitu, og ef svo er, hvað eigi þá að koma í staðinn. En hvað skiptir þá máli? Ef skoðuð er úrvinnsla gagna úr stórum rannsóknum á borð við Framingham og MESA kemur í ljós að HDL kólesteról (þetta “góða”) og þríglýseríð magn í blóði er allt að fjórfalt betra til að spá fyrir um áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum heldur en LDL kólesteról eitt og sér. Með tíð og tíma hefur síðan komið í ljós að hátt HDL er ekki beint verndandi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma heldur eru almennt heilbrigðari einstaklingar sem fá sjaldnar kransæðaþrengingar líklegri til að hafa hátt HDL. Lágt þríglýseríð magn í blóði er síðan annar þáttur sem endurspeglar oft á tíðum vel hversu efnaskiptalega heilbrigðir einstaklingar eru. Þá eru einstaklingar með slæma blóðsykurstjórnun eða lága súrefnisupptöku einnig líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma heldur en þau sem hafa þessa þætti í lagi https://doi.org/10.1001/jamanetworkopen.2018.3605. Við getum haldið áfram að eyða tíma í að ræða fram og til baka um rannsóknir sem tengja blóðfitur með einum eða öðrum hætti við hjarta- og æðasjúkdóma, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá virðist skipta mestu máli að vera efnaskiptalega heilbrigð(ur), viðhalda góðum vöðvamassa og úthaldi og sofa vel. Þegar kemur að næringu má álykta að það sem skili hvað mestum ávinningi sé hreint og óunnið fæði sem næst upprunanum þar sem lögð er áhersla á að borða í takt við orkuþarfir og ná inn nægilega miklu magni prótína. Axel hvatti ekki til aukinnar neyslu mettaðrar fitu en benti á að varasamt sé að setja slíkar fitusýrur undir einn og sama hatt, horfa þurfi á matinn sjálfann, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Upprunaleg skilaboð Axels, að borða í takt við það að viðhalda heilbrigði frekar en endilega til þess að lækka LDL kólesteról hljóma því ekkert svo fjarstæðukennd, eða hvað? Ef markmiðið er að bæta heilsu þjóðarinnar og draga úr hjarta- og æðasjúkdómum væri því vænlegast til árangurs að taka undir þessa hvatningu Axels F. Sigurðssonar, sérfræðings í hjartalækningum. Höfundur er áhugamaður um almenna heilsu og kólesteról.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar