Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2024 19:02 Bjarni Benediktsson starfandi forsætis- og matvælaráðherra segir að það að endurnýja fimm ára hvalveiðileyfi Hvals hf. sjálfkrafa árlega til fimm ára sé engin breyting frá fyrri leyfisveitingum. Þetta leyfi sé glænýtt. Vísir/Vilhelm Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. Starfandi forsætis- og matvælaráðherra ákvað eftir kosningar að gefa út umdeilt leyfi til hvalveiða. Í vikunni kom fram að fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega. Matvælaráðuneytið upplýsti að sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum. Svar matvælaráðuneytis 17. desember 2024.Vísir Akraneskaupstaður og formaður Verkalýðisfélags Akraness hafa fagnað ákvörðun ráðherrans meðan ýmis dýra- og náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir furðu sinni og sakað hann um valdníðslu. Glænýtt leyfi Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir hvalveiðileyfið nýtt og því hafi engin breyting verið gerð. „Það þurfti engu að breyta varðandi leyfið. Það þurfti að gefa út nýtt leyfi. Það er gefið út með hliðsjón af því að það þarf fyrirsjáanleika í atvinnugreininni,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra skipaði í ár starfshóp sem rýna á í 75 ára gömul lög um hvalveiðar. Hópurinn skilar af sér í febrúar á næsta ári. Í frétt á Stjórnarráðinu kemur fram að skýrslu hópsins sé ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Segist ekki hafa þurft að bíða eftir niðurstöðu hópsins. „Þessi hópur hefur ekki það hlutverk að skrifa ný lög. Þessi hópur á að líta til sögunnar og til annarra landa. Þetta er hópur sem fyrrverandi ráðherra setur á laggirnar og bindur á engan hátt hendur mínar í þessu máli,“ segir Bjarni. Hafði ekki tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar Fiskistofa og Hafrannsóknarstofnun skiluðu áliti sínu um hvalveiðar fyrir kosningar. Bjarni segist ekki hafa haft tíma til að taka ákvörðun fyrir en eftir þær. „Það var örfáum dögum fyrir kosningar sem ég hafði fengið allar umsagnir og forsendur til að meta málið og ég var bara í kosningabaráttu á þeim tíma. Ég vildi taka mér hæfilegan umhugsunarfrest og geta fundað með fólkinu í ráðuneytinu,“ segir Bjarni. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Akranes Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 17. desember 2024 18:26 Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6. desember 2024 20:49 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. 5. desember 2024 18:31 Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5. desember 2024 17:25 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Starfandi forsætis- og matvælaráðherra ákvað eftir kosningar að gefa út umdeilt leyfi til hvalveiða. Í vikunni kom fram að fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega. Matvælaráðuneytið upplýsti að sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum. Svar matvælaráðuneytis 17. desember 2024.Vísir Akraneskaupstaður og formaður Verkalýðisfélags Akraness hafa fagnað ákvörðun ráðherrans meðan ýmis dýra- og náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir furðu sinni og sakað hann um valdníðslu. Glænýtt leyfi Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir hvalveiðileyfið nýtt og því hafi engin breyting verið gerð. „Það þurfti engu að breyta varðandi leyfið. Það þurfti að gefa út nýtt leyfi. Það er gefið út með hliðsjón af því að það þarf fyrirsjáanleika í atvinnugreininni,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra skipaði í ár starfshóp sem rýna á í 75 ára gömul lög um hvalveiðar. Hópurinn skilar af sér í febrúar á næsta ári. Í frétt á Stjórnarráðinu kemur fram að skýrslu hópsins sé ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Segist ekki hafa þurft að bíða eftir niðurstöðu hópsins. „Þessi hópur hefur ekki það hlutverk að skrifa ný lög. Þessi hópur á að líta til sögunnar og til annarra landa. Þetta er hópur sem fyrrverandi ráðherra setur á laggirnar og bindur á engan hátt hendur mínar í þessu máli,“ segir Bjarni. Hafði ekki tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar Fiskistofa og Hafrannsóknarstofnun skiluðu áliti sínu um hvalveiðar fyrir kosningar. Bjarni segist ekki hafa haft tíma til að taka ákvörðun fyrir en eftir þær. „Það var örfáum dögum fyrir kosningar sem ég hafði fengið allar umsagnir og forsendur til að meta málið og ég var bara í kosningabaráttu á þeim tíma. Ég vildi taka mér hæfilegan umhugsunarfrest og geta fundað með fólkinu í ráðuneytinu,“ segir Bjarni.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Akranes Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 17. desember 2024 18:26 Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6. desember 2024 20:49 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. 5. desember 2024 18:31 Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5. desember 2024 17:25 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30
„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51
Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 17. desember 2024 18:26
Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6. desember 2024 20:49
Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10
Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. 5. desember 2024 18:31
Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5. desember 2024 17:25