Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 12:30 Litlu munaði að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri á jólamarkaðnum í Magdeburg þegar maður ók þar inn í mannfjöldann og varð fimm manns að bana. Getty/Marco Steinbrenner Þýska handknattleiksdeildin hefur nú samþykkt að heimaleik Magdeburgar við Erlangen, sem fara átti fram annan í jólum, verði frestað um ótilgreindan tíma vegna grimmdarverkanna á jólamarkaðnum í Magdeburg. Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira