„Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 11:23 LeBron James var að spila í nítjánda sinn á jóladag. Thearon W. Henderson/Getty Images LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni. Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Lakers unnu leikinn þrátt fyrir að missa Anthony Davis meiddan af velli eftir aðeins átta mínútur. Austin Reaves steig upp og setti sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum, þar af sigurkörfuna þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir. Steph Curry sjóðhitnaði og komst nálægt því að stela sigrinum fyrir Warriors undir lokin, hann setti átta stig á lokamínútunni og jafnaði leikinn með stórkostlegu þriggja stiga skoti þegar aðeins átta sekúndur voru eftir, en Austin Reaves sá til sigurs Lakers. STEPH TIES IT. AUSTIN REAVES WINS IT. WHAT AN ENDING 😱 pic.twitter.com/whJ5bVIfve— Bleacher Report (@BleacherReport) December 26, 2024 Jóladagur í eigu NBA LeBron James: "I love the NFL, but Christmas is our day." pic.twitter.com/aYGNODI5ud— Shams Charania (@ShamsCharania) December 26, 2024 „Ég elska NFL deildina, en jóladagur er okkar“ sagði LeBron James við ESPN eftir leik. NFL deildin var með tvo leiki á jóladag sem lesa má um hér fyrir neðan. Steph Curry var sammála LeBron og sagði jólin hátíð körfuboltans. „Ég er búinn að horfa á körfubolta síðan ég vaknaði í morgun, alla fimm leikina. Ég er á leiðinni að horfa á seinni hálfleik í Suns-Nuggets leiknum. Ég veit að okkar leikur stóð líka upp úr. Það eru forréttindi að vera í þessari stöðu, þetta er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Curry sem var að spila gegn LeBron á jóladag í fjórða sinn á ferlinum. „Leikirnir hafa alltaf verið rafmagnaðir og eiginlega skyldusjónvarpsáhorf. Ég elska þetta. Maður veit aldrei hversu marga jólaleiki maður á eftir, þannig að það er um að gera að njóta meðan hægt er,“ sagði hann að lokum. LeBron vs. Steph NEVER disappoints 👑👨🍳LeBron: 31 PTS, 10 AST, 4 REB, 2 STLSteph: 38 PTS, 6 AST, 8 3PMThe generational superstars left another present under the tree for #NBAXmas 🎄 pic.twitter.com/WTAWkQCGnM— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga