Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2024 17:30 Syrgjendur hella mjólk og kasta blómum í hafið í Chennai á Indlandi. AP Photo/Mahesh Kumar A. Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þar af dóu um 170 þúsund í Indónesíu en jarðskjálftinn sem hratt flóðbylgjunum af stað varð skammt frá indónesísku eyjunni Súmötru og var 9,1 að stærð. Jarðskjálftinn var svo öflugur að áhrifa hans gætti alla leið á austurströnd Afríku. Um 1,7 milljónir manna misstu heimili sín, flestir í Indónesíu, Srí Lanka, Indlandi og Taílandi. Aðstandendur þeirra, sem fórust í skjálftaflóðbylgjunni sem reið yfir í Indlandshafi 26. desember 2004, kveikja á kertum við minnisvarða í Ban Nam Khem í Taílandi.AP Photo/Wason Wanichakorn Syrgjendur söfnuðust víða í Indónesíu, til að mnda í Baiturrahman moskunni í borginni Banda í Aceh héraði, sem varð hvað verst úti. Morguninn byrjaði þar á þriggja mínútna sírenuspili í moskum borgarinnar, sem er jafn langur tími og jarðskjálftinn varði, áður en fólk hélt til bænagjörðar. Innviðir í Aceh hafa verið byggðir upp og héraðið er mun betur undirbúið fyrir aðrar eins hamfarir en það var áður. Til að mynda hefur viðvörunarkerfi verið komið upp við strandbyggðir til þess að íbúum gefist nægur tími til að leita skjóls skelli flóðbylgjur aftur á. Fólk biður bænir við fjöldagröf í Banda Aceh í Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Í Taílandi safnaðist mikill fjöldi saman í Ban Nam Khem, litlu sjávarþorpi í Phang Nga héraði, sem varð verst úti þar í landi. Þar bað fólk að kristnum- og íslömskum sið og að sið búddista. Meira en átta þúsund tíndu lífi í Taílandi og er líkamsleifa margra þeirra enn saknað. Aldrei voru borin kennsl á 400 þeirra líka sem fundust. Kona grætur við bænagjörð í Banda Aceh á Indónesíu.AP Photo/Reza Saifullah Mörg hundruð komu eins saman á ströndinni í borginni Chennai í Tamil Nadu-héraði á suðurströnd Indlands. Syrgjendur þar helltu mjólk í sjóinn til þess að friða guði sína og færðu hinum látnu blóm og bænir. 10.749 fórust í Indlandi, þar af sjö þúsund í Tamil Nadu. Syrgjendur í Sri Lanka komu saman í strandbænum Pereliya og lögðu blóm að minnisvarða um nærri tvö þúsund farþega lestarinnar Queen of the Sea, sem varð fyrir flóðbylgju, sem létust nær allir. Meira en 35 þúsund fórust í Sri Lanka og tóku íbúar um allt land þátt í tveggja mínútna þögn í dag. Ættingjar fórnarlambs skjálftaflóðbylgjunnar horfa á haf út á suðrhluta Taílands.AP Photo/Wason Wanichakorn
Náttúruhamfarir Indónesía Taíland Indland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira