Þungar vikur framundan Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 12:40 Þrjátíu og sjö eru í einangrun á Landspítalanum með inflúensu eða aðrar öndunarfærasýkingar. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum. Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21