Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 27. desember 2024 20:07 Þorgerður Katrín segir ljóst að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að gera betur þegar kemur að varnarmálum. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira